#

Vistgerðir á miðhálendi Íslands : Kjölur - Guðlaugstungur

Skoða fulla færslu

Titill: Vistgerðir á miðhálendi Íslands : Kjölur - GuðlaugstungurVistgerðir á miðhálendi Íslands : Kjölur - Guðlaugstungur
Höfundur: Guðmundur A. Guðmundsson 1961 ; Borgþór Magnússon 1952 ; Erling Ólafsson 1949 ; Guðmundur Guðjónsson 1953 ; Hörður Kristinsson 1937 ; Kristbjörn Egilsson 1949 ; Kristinn Haukur Skarphéðinsson 1956 ; Sigurður H. Magnússon 1945 ; Starri Heiðmarsson 1969 ; Orkustofnun ; Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma
URI: http://hdl.handle.net/10802/4433
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 12.2009
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-09016
Efnisorð: Gróðurkort; Háplöntur; Mosar; Fléttur (plöntur); Fuglar; Virkjanir; Hálendi Íslands; Guðlaugstungur; Kjölur
ISSN: 1670-0120
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09016.pdf
http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09016_vistgerdakort.pdf
http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09016_grodurkort_nordur.pdf
http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09016_grodurkort_sudur.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 001136409
Athugasemdir: Unnið fyrir Orkustofnun vegna Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarmaHöfundar: Guðmundur A. Guðmundsson, Borgþór Magnússon, Erling Ólafsson, Guðmundur Guðjónsson, Hörður Kristinsson, Kristbjörn Egilsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Sigurður H. Magnússon og Starri HeiðmarssonMyndefni: myndir, gröf, kort, töflur
Útdráttur: Lýst er rannsóknum á vistgerðum á 1096 km² landsvæði milli Langjökuls og Hofsjökuls á miðhálendi Íslands. Rannsóknasvæðið er kennt við Kjöl–Guðlaugstungur. Er það eitt af átta svæðum sem Náttúrufræðistofnun Íslands hefur rannsakað í tengslum við Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Megintilgangur rannsóknanna er að skilgreina, lýsa og meta verndargildi vistgerða.

Á rannsóknasvæðinu Kili–Guðlaugstungum var eyðilendi ríkjandi (604 km²) eða 55% svæðisins. Af þessu landi voru melavistir langstærstar (520 km²). Útbreiðsla moslendis var fremur lítil, en alls voru þær vistir um 71 km² að flatarmáli, eða 6% svæðisins. Víðáttumest var melagambravist (49 km²) sem er einkum í fjalllendinu í Kerlingarfjöllum og nágrenni og í Kjalhrauni suður af Hveravöllum. Af vel grónu landi voru vistgerðir mólendis langstærstar (275 km²) eða fjórðungur svæðisins. Tæpur helmingur mólendisins flokkaðist sem giljamóa- og lyngmóavistir en þær voru alls 131 km² að flatarmáli eða 12% svæðisins.

Allar þær sex vistgerðir sem taldar eru hafa hæst verndargildi á miðhálendi Íslands finnast á Kili–Guðlaugstungum og raðaðist svæðið efst af átta rannsóknasvæðum á miðhálendinu. Ræðst það að hluta til af stærð þess en einnig er þar hlutfallslega mikið af giljamóavist, lyngmóavist, rústamýravist, lágstaraflóavist og hástaraflóavist. Gróðurlendi telst hafa hátt verndargildi en samfelld gróðurþekja nær frá láglendi að norðan og suður undir Hveravelli. Háttar þannig til á aðeins einum öðrum stað á miðhálendinu, þ.e. á Snæfellsöræfum. Um 25% íslensk-grænlenska heiðagæsastofnsins verpur á rannsóknasvæðinu, einkum í Guðlaugstungum. Er það svæði nú langstærsta heiðagæsabyggð í heimi og hefur mjög hátt alþjóðlegt verndargildi.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-09016.pdf 15.98Mb PDF Skoða/Opna
NI-09016_vistgerdakort.pdf 8.498Mb PDF Skoða/Opna
NI-09016_grodurkort_nordur.pdf 11.35Mb PDF Skoða/Opna
NI-09016_grodurkort_sudur.pdf 13.40Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta