Rafhlaðan er rafrænt varðveislusafn Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns sem byggir á DSpace-hugbúnaðinum. Í safninu er einkum varðveitt rafrænt útgefið efni sem er skilaskylt til Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Hvers vegna?
Samkvæmt 1. gr. laga nr. 20/2002 um skylduskil til safna er tilgangur þeirra að tryggja:
Hvað?
Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 20/2002 um skylduskil til safna telst verk birt:
þegar eintök af því hafa verið löglega gefin út eða þegar það er með réttri heimild gert aðgengilegt almenningi með öðrum hætti, svo sem ef það er flutt eða sýnt opinberlega eða er aðgengilegt almenningi á rafrænu formi um tölvunet.
8. gr. sömu laga mælir nánar fyrir um verk sem birt eru á rafrænu formi á almennu tölvuneti:
8. gr. Verk á rafrænu formi á almennu tölvuneti.
Sá sem birtir verk á rafrænu formi á almennu tölvuneti skal veita móttökusafni aðgang að verkinu. Hann skal láta safninu í té aðgangsorð og aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að stofnunin fái aðgang að verkinu. Afhendingarskyldu telst fullnægt sé móttökusafni gert kleift að taka til sín eintak af verkinu. Skylda til afhendingar skv. 1. mgr. nær ekki til tölvuforrita nema forritið sé birt ásamt verki af annarri tegund sem skilaskylda nær til. Landsbókasafn skal varðveita verk sem birtast á rafrænu formi á neti. Safnið setur nánari reglur um afhendingu þessara gagna.
Nánar er mælt fyrir um skilaskyldu í reglugerð um skylduskil til safna nr.982/2003. Því eru rafbækur, skýrslur, fréttabréf, bæklingar og önnur smárit sem birt eru á veraldarvefnum skilaskyld. Íslenskum vefsíðum á þjóðarléninu .is er safnað saman sjálfvirkt í gegnum Vefsafn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
Hvernig?
Það er á ábyrgð útgefandans að afhenda skilaskylt efni. Útgefendur skilaskylds efnis eru hvattir til þess að senda inn rafrænt efni í gegnum vefgátt safnsins: Rafræn skil
Öðrum kosti er hægt að senda rafrænt efni (að hámarki 60 MB) á netfangið: rafhladan (hjá) landsbokasafn.is.
Best er að fá efni á PDF og/eða EPUB sniði. Æskilegt er að upplýsingar um það hvernig hátta eigi aðgengi að efninu fylgi með. Mögulegt er að haka við það efni sem á að vera lokað á vefsíðu vefgáttar safnsins. Fjarlægja þarf réttindastjórnun af rafbókum svo hægt sé að skrá þær. Einnig á því efni sem mun vera í lokuðum aðgangi.
Hver?
Hægt er að hafa samband við rafhladan [att] landsbokasafn.is. Umsjónarmaður Rafhlöðunnar er Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar s: 5255640 - kristjana.hjorvar [att] landsbokasafn.is