Titill:
|
Að þróa eigin kennslu í ljósi félagsmenningarlegra hugmynda um læsi : starfstengd sjálfsrýni heyrandi íslenskukennara í kennslu nemenda með táknmál að móðurmáliAð þróa eigin kennslu í ljósi félagsmenningarlegra hugmynda um læsi : starfstengd sjálfsrýni heyrandi íslenskukennara í kennslu nemenda með táknmál að móðurmáli |
Höfundur:
|
Karen Rut Gísladóttir 1973
|
URI:
|
http://hdl.handle.net/10802/30352
|
Útgáfa:
|
2021 |
Efnisorð:
|
Ritrýndar greinar; Starfendarannsóknir; Læsi; Nemendur með sérþarfir; Táknmál; Móðurmál
|
Tungumál:
|
Íslenska
|
Tengd vefsíðuslóð:
|
https://doi.org/10.24270/netla.2021.13
|
Tegund:
|
Tímaritsgrein |
Gegnir ID:
|
991000261669706886
|
Birtist í:
|
Netla 2021
|
Athugasemdir:
|
Rafræn útgáfa eingöngu |
Útdráttur:
|
Í þessari grein segi ég frá þriggja ára starfstengdri sjálfsrýni (e. self-study) á eigin starfsháttum sem heyrandi íslenskukennari í kennslu nemenda með táknmál að móðurmáli. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða eigin kennslu út frá félagsmenningarlegum hugmyndum um læsi. Markmið rannsóknarinnar var að draga fram augnablik í kennslu til að skoða hvernig eigin viðhorf, aðstæður og kennsluhættir ýmist sköpuðu eða takmörkuðu tækifæri nemenda til að nýta eigin mál- og menningarauðlindir í íslenskunáminu. Fræðilegar undirstöður rannsóknar eru annarsvegar félagsmenningarlegar hugmyndir um læsi og hinsvegar félagsmenningarlegar hugmyndur um nám og kennslu nemenda með táknmál að móðurmáli. Hugmyndir um Orðræður með stóru O-i og fjöltáknun gegna mikilvægu hlutverki í að koma auga á undirliggjandi áherslur í kennslu og hvað hefur áhrif á störf kennara. Rannsóknargögn eru þátttökuathuganir, skrif í rannsóknardagbók, hálfopin viðtöl við foreldra og nemendur og verkefni nemenda. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að til að byggja kennslu á auðlindum nemenda hafi ég þurft að leggja mig fram um að greina mótsagnakenndar hugmyndir um læsi eins og þær birtust í hugsunum mínum sem og athöfnum og orðum innan skólaumhverfisins. Á þeim grunni gat ég farið að endurhugsa eigin starfshætti með það fyrir augum að skapa nemendum rými þar sem þeir gætu nýtt mál- og menningarauðlindir sínar í námi. Í þeirri vinnu áttaði ég mig á mikilvægi ritunar í íslenskunámi nemenda með táknmál að móðurmáli. Að lokum varpa niðurstöður rannsóknarinnar ljósi á mikilvægi stöðu minnar sem rannsakanda í því umbreytingarferli sem ég þurfti að fara í gegnum sem kennari til að bera kennsl á margvíslegar mál- og menningarauðlindir nemenda. |