#

Upplýsingastefna Stjórnarráðsins - Samfélagsmiðlar : Skýrsla og tillögur til ráðuneytisstjóra

Skoða fulla færslu

Titill: Upplýsingastefna Stjórnarráðsins - Samfélagsmiðlar : Skýrsla og tillögur til ráðuneytisstjóraUpplýsingastefna Stjórnarráðsins - Samfélagsmiðlar : Skýrsla og tillögur til ráðuneytisstjóra
Höfundur: Vinnuhópur um samfélagsmiðla og upplýsingastefnu Stjórnarráðsins
URI: http://hdl.handle.net/10802/2719
Útgáfa: 05.2012
Efnisorð: Stefnumótun; Stjórnsýsla; Opinberir starfsmenn; Netið; Fjölmiðlar; Skýrslur
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Á fundi ráðuneytisstjóra 13. mars 2012 var samþykkt að tillögu ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytis að hópur fulltrúa ráðuneyta fjallaði um stefnu Stjórnarráðsins um notkun samfélagsmiðla sem hluta af upplýsingastefnu sem mótuð yrði fyrir Stjórnarráðið í heild.
Í hópinn voru tilefnd:
forsætisráðuneyti: Una Björk Ómarsdóttir, lögfræðingur, sem leiddi hópinn
Björn Sigurðsson, vefstjóri
Edda Rúna Kristjánsdóttir, skjalastjóri
Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar
efnahags- og viðskiptaráðuneyti: Steindór Grétar Jónsson, sérfræðingur
fjármálaráðuneyti: Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi
iðnaðarráðuneyti: Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi
innanríkisráðuneyti: Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi
mennta- og menningarmálaráðuneyti: Þorgeir Ólafsson, upplýsingafulltrúi
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti: Guðný Steina Pétursdóttir, stjórnarráðsfulltrúi
umhverfisráðuneyti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi
utanríkisráðuneyti: Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur
velferðarráðuneyti: Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi
rekstrarfélag Stjórnarráðsins: Guðmundur H. Kjærnested, framkvæmdastjóri
Hópnum var falið að:
1. fjalla um hvernig Stjórnarráðið geti nýtt sér samfélagsmiðla, meðal annars með hliðsjón af reynslu þeirra fimm ráðuneyta sem í dag halda úti Facebook-síðu. Ljóst er að notkun fyrirtækja og opinberra stofnana á samfélagsmiðlum færist í vöxt og verður varla aftur snúið með þá þróun.
2. gera drög að leiðbeiningum um það hvernig umgangast eigi samfélagsmiðla ráðuneytanna.
3. gera tillögu um vinnslufarveg heildstæðrar upplýsingastefnu fyrir Stjórnarráðið sem stefna um notkun samfélagsmiðla yrði hluti af.
4. gera tillögu um fyrirkomulag fræðslu um notkun samfélagsmiðla fyrir starfsmenn Stjórnarráðsins og eftir atvikum ráðherra.
Hópurinn hittist fjórum sinnum til að ræða verkefnið. Hópnum var einnig skipt upp í fjóra undirhópa sem funduðu eftir þörfum, fjölluðu hver um sitt verkefni og unnu drög að köflum 1-4 í skýrslunni. Þriggja manna hópur sá síðan um lokavinnslu texta, samræmingu, yfirlestur og frágang.
Drög að leiðbeiningum um það hvernig umgangast eigi samfélagsmiðla ráðuneytanna (kafli 2) þarf að vinna frekar. Hópurinn gerir ráð fyrir að frekari vinna fari fram í hverju ráðuneyti fyrir sig. Kjósi ráðuneyti að nýta sér samfélagsmiðla setji hvert og eitt ráðuneyti sér reglur um notkun þeirra, með hliðsjón af þeim drögum sem hópurinn hefur unnið og væntanlegum kafla í Vefhandbókinni um samfélagsmiðla (Vefhandbókin – Handbók um opinbera vefi, vistuð á UT-vefnum). Slíkar leiðbeiningar þurfa að vera lifandi og taka breytingum eftir því sem reynslan kennir.Hópurinn telur að leiðbeiningar um notkun samfélagsmiðla eigi að vera hluti af Starfsmannahandbók Stjórnarráðsins.
Lögð er áhersla á að vinna við upplýsingastefnu fyrir Stjórnarráðið verði hafin sem fyrst. Þegar stefnan verður fullmótuð telur hópurinn að hana eigi að birta á vef Stjórnarráðsins.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
tillogur-vinnuhops-samfelagsmidlar.pdf 1.028Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta