Titill: | Næringargildi sjávarafurða – Meginefni, steinefni, snefilefni og fitusýrur í lokaafurðumNæringargildi sjávarafurða – Meginefni, steinefni, snefilefni og fitusýrur í lokaafurðum |
Höfundur: | Ólafur Reykdal ; Hrönn Jörundsdóttir ; Desnica, Natasa ; Svanhildur Hauksdóttir ; Þuríður Ragnarsdóttir ; Vrac, Annabelle ; Helga Gunnlaugsdóttir ; Heiða Pálmadóttir |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/2184 |
Útgefandi: | Matís |
Útgáfa: | 10.2011 |
Ritröð: | Skýrsla Matís ; 33-11 |
Efnisorð: | Sjávarafurðir; Næringargildi; Steinefni; Fitusýrur |
ISSN: | 1670-7192 |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Útdráttur: | Gerðar voru mælingar á meginefnum (próteini, fitu, ösku og vatni),
steinefnum (Na, K, P, Mg, Ca) og snefilefnum (Se, Fe, Cu, Zn, Hg) í helstu tegundum sjávarafurða sem voru tilbúnar á markað. Um var að ræða fiskflök, hrogn, rækju, humar og ýmsar unnar afurðir. Mælingar voru gerðar á fitusýrum, joði og þremur vítamínum í völdum sýnum. Nokkrar afurðir voru efnagreindar bæði hráar og matreiddar. Markmið verkefnisins var að bæta úr skorti á gögnum um íslenskar sjávarafurðir og gera þær aðgengilegar fyrir neytendur, framleiðendur og söluaðila íslenskra sjávarafurða. Upplýsingarnar eru aðgengilegar í íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla á vefsíðu Matís. Selen var almennt hátt í þeim sjávarafurðum sem voru rannsakaðar (33‐ 50 μg/100g) og ljóst er að sjávarafurðir geta gegnt lykilhlutverki við að fullnægja selenþörf fólks. Fitusýrusamsetning var breytileg eftir tegundum sjávarafurða og komu fram sérkenni sem hægt er að nýta sem vísbendingar um uppruna fitunnar. Meginhluti fjölómettaðra fitusýra í sjávarafurðum var langar ómega‐3 fitusýrur. Magn steinefna var mjög breytilegt í sjávarafurðum og koma fram breytingar á styrk þessara efna við vinnslu og matreiðslu. Lítið tap varð á snefilefnunum seleni, járni, kopar og sinki við matreiðslu. Mælingar voru gerðar bæði á seleni og kvikasilfri þar sem selen vinnur gegn eituráhrifum kvikasilfurs og kvikasilfur er meðal óæskilegra efna í sjávarafurðum. Kvikasilfur reyndist í öllum tilfellum vel undir hámarksgildum í reglugerð. Hrogn og hrognkelsaafurðir höfðu þá sérstöðu að innihalda mjög mikið selen en jafnframt mjög lítið kvikasilfur. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
33-11-Naeringargildi-sjavarafurda.pdf | 535.7Kb |
Skoða/ |