#

Niðurstöður ljósgleypnimælinga í Skaftá við Sveinstind árið 2004

Skoða fulla færslu

Titill: Niðurstöður ljósgleypnimælinga í Skaftá við Sveinstind árið 2004Niðurstöður ljósgleypnimælinga í Skaftá við Sveinstind árið 2004
Höfundur: Jórunn Harðardóttir 1968 ; Sverrir Óskar Elefsen 1971 ; Landsvirkjun ; Orkustofnun. Vatnamælingar.
URI: http://hdl.handle.net/10802/19283
Útgefandi: Orkustofnun
Útgáfa: 12.2005
Ritröð: OS ;
Efnisorð: Kornastærð; Sveinstindur; Skaftá; Vhm 166 (vatnshæðarmælir)
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.os.is/gogn/Skyrslur/OS-2005/OS-2005-039.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991010367449706886
Athugasemdir: Unnið af Vatnamælingum Orkustofnunar fyrir LandsvirkjunMyndefni: myndir, línurit, töflur.
Útdráttur: Í þessari skýrslu er fjallað um mælingar á ljósgleypni sem gerðar voru árið 2004 í Skaftá við Sveinstind. Ferlar ljósgleypni (óbein mæling á svifaursstyrk) og rennslis falla í meginatriðum vel saman, en innar hverrar dægursveiflu er nokkur tímamunur á þessum ferlum sem veldur réttsælis lykkjusambandi (clockwise hysteresis) innan hvers dags. Þessi tímamunur milli rennslis og ljósgleypni er líklega til kominn vegna útskolunar sets við jökul við vaxandi rennsli svo að minna set verður eftir til framburðar þegar rennsli er í rénun. Nokkrir áberandi rigningartoppar voru skoðaðir á sama hátt og kom í ljós að í þeim var þetta samband óreglulegt og rangsælis og skiptir þar dreifing og tímasetning úrkomu innan vatnasviðsins sérstaklega miklu máli. Samband ljósgleypni og styrks svifaurs í 11 svifaurssýnum var skoðað og með aðhvarfsgreiningu voru fundin út vísisföll sem notuð voru til að reikna samfelldan svifaursstyrk fyriri efni fíngerðara en 0,2 mm.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
OS-2005-039.pdf 1.069Mb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta