#

Eftirsóttasti minnihlutahópurinn? : fyrstu mánuðir fjögurra karla í grunnskólakennslu

Skoða fulla færslu

Titill: Eftirsóttasti minnihlutahópurinn? : fyrstu mánuðir fjögurra karla í grunnskólakennsluEftirsóttasti minnihlutahópurinn? : fyrstu mánuðir fjögurra karla í grunnskólakennslu
Höfundur: Andri Rafn Ottesen 1991 ; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson 1954
URI: http://hdl.handle.net/10802/18527
Útgáfa: 2019
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Grunnskólakennarar; Fyrsta kennsluárið; Karlar; Kynhlutverk
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://netla.hi.is/greinar/2019/ryn/01.pdf
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 991011342369706886
Birtist í: Netla 2019
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Tilefni þessarar greinar er umræða um mögulegan kennaraskort í grunnskólum en einkum þó staða og fækkun kennslukarla í grunnskólum. Fræðilegur bakgrunnur hennar er annars vegar rannsóknir á leiðsögn við nýliða í starfi og hins vegar er sjónum beint að kennslukörlum í starfi. Sagt er frá rannsókn þar sem rætt var við fjóra nýbrautskráða karla og þeim fylgt eftir fyrstu sex mánuðina í starfi með þremur viðtölum við hvern þeirra skólaárið 2017–2018. Þeir voru spurðir hvernig hefði gengið í starfinu að loknu námi og hvort þeir hefðu upplifað einhverja þætti sem líklegt væri að tengdust því að þeir væru karlar. Meginrannsóknarspurningin var tvíþætt: Hvernig gengur nýbrautskráðum körlum á vettvangi starfsins og þurfa þeir sérhæfðan stuðning í starfinu á grundvelli kyns síns? Í greininni er gerð grein fyrir þremur þemum: Upplifun karlanna af nýjum starfsvettvangi og starfsumhverfinu þar; reynslu þeirra af leiðsögn við þá sem nýliða; og loks hvort og hvernig kyn og kyngervi birtast í frásögnum þeirra. Viðmælendur okkar töldu að sér hefði gengið vel að fóta sig í starfi og þeir voru ánægðir með leiðsögnina, þótt hún hefði ekki verið jafn formleg og mælt er með í fræðum og rannsóknum um leiðsögn. Svarið við spurningunni hvort það þurfi sérhæfðan stuðning eftir kyni er ekki einhlítt. Í svörum viðmælenda kom fram að í þremur skólanna sem þeir störfuðu hefðu verið karlaklúbbar sem þeir töldu að hefðu verið sér gagnlegir við að aðlagast skólabragnum. Höfundar telja rétt að kanna hvort kynskiptir klúbbar gagnist í því viðfangsefni að nýliðar haldist í starfinu. Mikilvægi markvissrar leiðsagnar fyrir nýliða í starfi er þó ekki kynbundið atriði heldur verður að leggja áherslu á að allir nýir kennarar, óháð kyni, fái góða leiðsögn þegar þeir stíga sín fyrstu skref...


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
01.pdf 241.4Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta