#

Betri nýting vatns í bleikjueldi

Skoða fulla færslu

Titill: Betri nýting vatns í bleikjueldiBetri nýting vatns í bleikjueldi
Höfundur: Ragnar Jóhannsson ; Helgi Thorarensen ; Ólafur Ögmundsson
URI: http://hdl.handle.net/10802/1471
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 06.2010
Ritröð: Skýrsla Matís ; 26-10
Efnisorð: Vatnsþörf; Bleikja; Endurnýtingarkerfi
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Vatnsþörf í fiskeldi er óhemju mikil og það sem endanlega takmarkar
stærð og framleiðslugetu fiskeldisstöðva er aðgengi að heitu og köldu
vatni. Markmið verkefnisins var að prófa ódýra og einfalda leið til þess að
draga úr vatnsnotkun í bleikjueldi.
Í upphafi verkefnisins var gert var ráð fyrir því að hægt væri að nýta vatn
í bleikjueldi fjórfalt betur en nú er gert. Hins vegar kom í ljós að það er
hægt að nýta vatnið sjöfalt betur.
Niðurstaða þessarar rannsóknar er sú að hægt er að framleiða í kringum
sjö sinnum meira af lífmassa í fiskeldi á landi með því vatnsmagni sem
notað er í dag. Markmiðum verkefnisins var því náð og gott betur. Til
þess að það sé hægt þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga:
• Mjög mikilvægt er að losa grugg sem fyrst úr vatninu. Því er
tromlusía nauðsynlegur búnaður og ber að sía allt vatnið við hvern
hring endurnýtingar. Í síunni ætti að notast við 100 μm dúk en hann
hreinsar allar agnir sem minnkað geta virkni eldiskerfisins.
• Nægur straumur verður að vera í eldiskerjunum og æskilegt er að
vatnskiptahraði sé ekki minni en 45 mínútur til að tryggja
sjálfhreinsun og til að fullnægja súrefnisþörf fiska við mikla þéttni.
• Lífhreinsir er nauðsynlegur útbúnaður þegar endurnýting er meiri
en 0,03‐0,05 L kg‐1∙mín‐1. Hann losar ammoníak úr eldisvökvanum.
Lífhreinsirinn sem notaður var í þessari rannsókn hefur sýnt sig að
virkar vel og einkaleyfi hefur fengist á hönnun hans.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
26-10-1722-Orku ... i-fiskeldi-Lokaskyrsla.pdf 3.097Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta