#

Mat á starfi Barnaheimilisins Óss

Skoða fulla færslu

Titill: Mat á starfi Barnaheimilisins ÓssMat á starfi Barnaheimilisins Óss
Höfundur: Bryndís Garðarsdóttir 1958 ; Edda Kjartansdóttir 1958
URI: http://hdl.handle.net/10802/144
Útgefandi: Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf; Kennaraháskóli Íslands
Útgáfa: 2007
Efnisorð: Leikskólar; Hjallastefnan; Skýrslur; Menntamálaráðuneytið; Menntun
Tungumál: Íslenska
Athugasemdir: Skýrsla unnin fyrir menntamálaráðuneytið
Útdráttur: Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir mati á starfi Barnaheimilisins Óss í Reykjavík. Matið tók mið
af þeim þáttum sem tilgreindir voru í verksamningi milli Rannsóknarstofnunar KHÍ, nú SRR og
menntamálaráðuneytis í nóvember 2006. Á grundvelli hans var kannað hvort starfsemi
leikskólans væri í samræmi við ákvæði laga, reglugerðar og aðalnámskrá leikskóla.
Matið leiðir í ljós að mörgum þáttum er vel sinnt. Smæð leikskólans og rekstrarform hans
skapa honum ákveðna sérstöðu sem leiðir til þess að foreldrar hafa töluverð áhrif á starfið og að
ákveðið traust og virðing ríkir á milli foreldra og starfsmanna. Meginkostir leikskólans felast í
góðum starfsanda og jákvæðum samskiptum á milli starfsmanna, barna og við börn og foreldra.
Vel er haldið utan um daglegt skipulag og öll verkaskipting er skýr. Þá eru foreldrar mjög ánægðir
með það starf sem fram fer í leikskólanum. Helstu veikleikar felast í ómarkvissri skráningu á
markmiðum og leiðum í leikskólastarfinu, húsnæði, lóð og starfsmannaaðstöðu. Mikilvægt er að
þróa skólanámskrá þannig að fram komi hvernig leikskólinn ætlar að uppfylla markmið
aðalnámskrár leikskóla og um leið Hjallastefnunnar. Vinna þarf markvissar að því að skrá og meta
leikskólastarfið.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
mat_barnaheimilid-os.pdf 199.8Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta