#

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára -

Skoða fulla færslu

Titill: Viðhorf og fiskneysla ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára -Viðhorf og fiskneysla ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára -
Höfundur: Gunnþórunn Einarsdóttir 1974 ; Kolbrún Sveinsdóttir ; Emilía Martinsdóttir 1949 ; Friðrik H. Jónsson 1951-2010 ; Inga Þórsdóttir ; Fanney Þórsdóttir 1965
URI: http://hdl.handle.net/10802/1382
Útgefandi: Matís
Útgáfa: 03.2007
Ritröð: Skýrsla Matís ; 05-07
Efnisorð: Viðhorf; Neytendur; Fiskur; Fiskneysla
ISSN: 1670-7192
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Verknr.: 1658. Styrktaraðili: AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi
Útdráttur: Verkefnið hafði það að markmiði að afla upplýsinga um viðhorf og fiskneyslu ungs fólks.
Í skýrslunni er gerð gein fyrir niðurstöðum viðhorfs- og neyslukönnunar hjá fólki 17-26
ára og var gögnum safnað á tvennan hátt árið 2006. Upplýsingar frá Hagstofu Íslands
sýndu að 61,5% fólks á þessum aldri voru í skóla og var könnunin lögð fyrir þann hóp í
kennslustundum. Alls náðist í 800 framhaldsskólanema og 399 háskólanema. Úr 2300
manna tilviljunarúrtaki úr hópi vinnandi fólks (100% starfshlutfall) á aldrinum 17-26 ára
frá Hagstofunni fengu 2252 spurningalistann sendan í pósti. Alls svöruðu 536 (24%)
netkönnuninni. Samtals voru þetta 1735 svarendur af 2000 (86,7%) sem stefnt var að í
upphafi. Spurningalistanum má skipta upp í tíu hluta. Í fyrsta hluta var spurt um viðhorf
til heilsu og fæðuflokka. Í næsta hluta var spurt um fiskneyslu, neyslu fisktegunda,
ýmissa matvæla og innkaup á fiski. Í þriðja hluta var spurt um smekk á mismunandi
fiskréttum. Spurt var um hvað skipti mestu máli við innkaup á fiski í fjórða hluta. Í
fimmta hluta var spurt um þætti sem hafa áhrif á fiskneyslu. Í sjötta hluta voru forsendur
fiskneyslu metnar, þ.e. hvetjandi og letjandi þætti. Í þeim sjöunda var spurt um
utanaðkomandi áhrifavalda á fiskneyslu. Í áttunda hluta var þekking á næringargildi og
meðhöndlun fisks metin. Í níunda hluta var kannað hvaðan neytendur fá upplýsingar um
fisk og það traust sem þeir bera til slíkra upplýsinga. Að lokum var spurt um bakgrunn
viðmælenda. Spurningarnar voru greindar m.t.t. kyns, aldurs, menntunar, búsetu, fjölda
barna yngri en 18 ára á heimili, hvort einstaklingarnir áttu börn eða ekki og
heimilistekna.
Að meðaltali borðar ungt fólk á aldrinum 17- 26 ára fisk sem aðalrétt 1,3 sinnum í viku
eða um það bil fimm sinnum í mánuði sem er töluvert undir því sem ráðlagt er. Í ljós kom
að matarvenjur í æsku hafa mótandi áhrif á fiskneyslu fólks og einnig búseta, annars
vegar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem og búseta í útlöndum á unga aldri.
Fólk á aldrinum 17- 26 ár virðist hafa verið alið upp við fiskneyslu sem hefur veruleg
áhrif á þeirra fiskneyslu. Einnig kom fram að sá hluti þessa fólks sem farið er að heiman
borðar minnst af fiski. Þeir sem búa á landsbyggðinni hafa ekki fiskbúðir eða
ferskfiskborð í matvörubúðunum í sínu byggðarlagi og hafa þar af leiðandi ekki úr jafn
mörgum fiskréttum að velja í verslunum og borða frekar hefðbundanr fisktegundir og
rétti. Fiskibollur, fiskur í raspi og soðinn fiskur, sem allt má telja fremur hefðbundna
rétti virðist falla að smekk ákveðins hóps neytenda. Annar hópur er hrifnari af svo
kölluðum földum fiski (létt sósa, þykk sósa, plokkfiskur og ofnréttir), og þriðji hópurinn
kýs framandi rétti (mexikóskt, suðrænt, indverskt og japanskt). Kynbundinn munur er þó
nokkur í viðhorfum og svara karlmenn að þeir séu minna fyrir hollan mat, fisk, grænmeti,
pastarétti en eru hins vegar meira fyrir kjöt og skyndibita en konur. Konur eru meira fyrir
fisk og njóta matarins betur með fiski heldur en án hans. Þær eru samt almennt minna
fyrir mat en finnst meira gaman að elda mat. Fjölskyldan er sterkur áhrifavaldur varðandi
fiskneyslu, mest er leitað til hennar um upplýsingar og mest traust er borið til hennar. Svo
virðist sem ungt fólk treysti vísindafólki til að gefa áreiðanlegar upplýsingar, en lítið er
leitað til þeirra um upplýsingar. Upplýsingar sem ungt fólk fær koma að miklu leyti af
netinu og öðrum miðlum. Þetta þarf vísindafólk að nýta sér í meira mæli við að koma
upplýsingum á framfæri sem eiga erindi til almennings.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_05-07.pdf 1.615Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta