#

Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda

Skoða fulla færslu

Titill: Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjendaStefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/7811
Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga
Útgáfa: 2009
Efnisorð: Stefnumótun; Innflytjendur; Sveitarfélög
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.samband.is/media/stefnumotun-sambandsins/Stefnumotun_innflytjendur.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991004946709706886
Athugasemdir: Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti 23. janúar 2009 stefnumótun í málefnum innflytjenda. Vinnu-hópur skipaður þeim Elsu Arnardóttur framkvæmdastjóra Fjölmenningarseturs, Þorvaldi Jóhannssyni framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Austur-landi og Þórhildi Líndal fyrrverandi mannréttindastjóri Reykjavíkur undirbjó stefnumótunina með aðstoð Önnu G. Björnsdóttur sviðsstjóra þróunar- og alþjóða-sviðs sambandsins.

Vinnuhópurinn gerði könnun meðal sveitarfélaga á stöðu málefna innflytjenda og fékk fjölda fólks á sinn fund til að upplýsingagjafar. Hann tók saman stöðulýsingu sem lögð var til grundvallar á samráðsfundi sveitarfélaga um stefnumótunina sem haldin var í júní sl. Tillögur hópsins voru sendar öllum sveitar-félögum til umsagnar sl. haust og endurskoðaðar í ljósi athugasemda sveitarfélaga.

Það er ljóst að nú eru samfélags-aðstæður allt aðrar en þegar vinnan hófst. Þá voru útlendingar að flytja hingað til lands í stórum stíl sem hafði í för með sér ný úrlausnarefni fyrir sveitarfélög. Nú er ekki lengur straumur innflytjenda til landsins en úrlausnarefnin eru ennþá til staðar því hluti innflytjenda er kominn til að vera og búa þarf vel að þeim sem nýjum íbúum. Tillögurnar í stefnumótuninni eru því ekki síður mikilvægar nú. Stefnumótuninni mun verða fylgt eftir í innflytjendaráði og gagnvart viðkomandi ráðuneytum og ríkisstofnunum. Félagsmálaráðuneytið vinnur nú, í samvinnu við innflytjendaráð, að frumvarpi um aðlögun innflytjenda og er mikilvægt að það endurspegli þessa stefnumótun.

Að lokum vil ég þakka vinnuhópnum góð störf.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Stefnumotun_innflytjendur.pdf 1.903Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta