Titill: | Reykjanes árið 2020 ólíkar sviðsmyndir um framtíð Reykjaness og nágrennis þess árið 2020.Reykjanes árið 2020 ólíkar sviðsmyndir um framtíð Reykjaness og nágrennis þess árið 2020. |
Höfundur: | |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/7041 |
Útgefandi: | Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar |
Útgáfa: | 05.2008 |
Efnisorð: | Byggðaþróun; Reykjanes; Keflavíkurflugvöllur |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Bók |
Gegnir ID: | 991003902219706886 |
Athugasemdir: | Hlaupatitill: Reykjanes 2020 - Sviðsmyndir Unnið af Netspor fyrir Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (KADECO) Myndefni: myndir, línurit, töflur. Um aðdraganda verkefnisins Sviðsmyndaverkefni þetta er unnið fyrir Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (KADECO). Verkefninu er ætlað að draga fram mögulegar sviðsmyndir af framtíð flugvallasvæðisins og nærsamfélagsins árið 2020. Þessum sviðsmyndum er svo ætlað að nýtast við frekari skipulagningu og stefnumótun fyrir svæðið. Má þar sem dæmi nefna liði eins og mögulegar klasamyndanir og hvernig atvinnustarfsemi verði boðin velkomin á svæðið. Lykilatriði er að opna augu allra sem að málum koma fyrir því að framtíðin býr yfir margvíslegum tækifærum og umfram allt að þjóðfélagið sé að taka stöðugum breytingum. Í þeirri miklu uppbyggingarvinnu sem er í gangi á svæðinu skiptir miklu máli að allir hagsmunaaðilar geri sér grein fyrir því hvaða möguleikar eru fyrir hendi á komandi árum og eins hvar helstu ógnanir liggja. Það er ósk Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar að sem flestir lesendur þessa heftis geti nýtt sér sviðsmyndirnar til að horfa til framtíðar og jafnframt kveiki þær skilning á þeim drifkröftum sem drífi áfram samfélagsbreytingar, þannig að teikn um þær komi síður á óvart en ella. Vinnuaðferð og framkvæmd Við framkvæmd vinnunnar var leitast við að fá fram skoðanir fjölbreytts hóps aðila enda komu tæplega 30 manns að vinnunni. Verkefnisstjórn var skipuð þeim Kjartani Eiríkssyni, Pálmari Guðmundssyni og Gunnlaugi Sigurjónssyni. Framkvæmd og umsjón sviðsmyndavinnunnar var í höndum Netspors ehf. og sáu þeir Eiríkur Ingólfsson, Karl Friðriksson og Sævar Kristinsson um þann hluta. Við skilgreiningu verkefnisins var ákveðið að velta upp framtíðarþróun svæðisins til ársins 2020 frá sem flestum sjónarhornum. Markmiðið var að gera mismunandi lýsingar á hugsanlegri þróun sem hægt væri að hafa til hliðsjónar við framtíðarskipulag og þróun svæðisins. Vinnuferlið fólst í vinnufundum, vefkönnunum og viðtölum sem tekin voru við ýmsa aðila sem tengjast svæðinu með einum eða öðrum hætti. Sérstök áhersla var lögð á greiningu drifkrafta og flokkun þeirra eftir óvissu og mikilvægi. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
135_Svidsmyndir+Kadeco+final+2008.pdf | 1.540Mb |
Skoða/ |