#

Hvers virði er atvinnulíf?

Skoða fulla færslu

Titill: Hvers virði er atvinnulíf?Hvers virði er atvinnulíf?
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/6922
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands
Útgáfa: 02.2012
Efnisorð: Atvinnulíf; Hagvöxtur; Ísland
ISBN: 9789979991687 (ób.)
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is/files/2012.03.12-Hvers-virdi-er-atvinnulif-net_1657613606.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991001108739706886
Athugasemdir: Myndefni: myndir, línurit, töflurÁ þessu ári verða liðin 95 ár frá stofnun Viðskiptaráðs Íslands. Eins og segir í árskýrslu ráðsins frá 1952, var markmið með stofnun þess að „koma á því fyrirkomulagi í efnahagslífinu, sem gætir fyllstu hagkvæmni og jafnréttis og eykur efnahagsleg gæði, sem koma til skipta í þjóðfélaginu, öllum landsmönnum til heilla“. Vissulega er það fleira en efnahagsleg gæði sem telst til lífskjara en slík gæði eru þó ein megin forsenda atvinnu og kaupmáttar, tveggja mikilvægustu stoða blómlegs samfélags. Af þessari ástæðu leggja flestar ríkisstjórnir áherslu á að stuðla að þróttmiklum og varanlegum hagvexti.

Almennt er litið svo á að heilbrigt atvinnulíf sé undirstaða hagvaxtar og lífskjara í hverju landi. Það er því athyglisvert að á vettvangi stjórnmála síðustu misseri hefur örlað á efasemdum um mikilvægi framlags atvinnulífs til verðmætasköpunar og hagvaxtar, sem aftur undirbyggja atvinnu og kaupmátt. Af þessari ástæðu er Viðskiptaþing í ár haldið undir yfirskriftinni „Hvers virði er atvinnulíf?“. Þó að ýmislegt hafi breyst á Íslandi á undanförnum árum, þá hefur eitt ekki breyst. Íslendingar virðast sammála um það meginmarkmið að standa vörð um almenn lífskjör og efla til framtíðar. Annað sem ekki hefur breyst er að almenn samstaða er um hvernig best er að ná slíku markmiði – það verði eingöngu gert með því að tryggja hér blómlegan atvinnurekstur.

Þetta er umfjöllunarefni Viðskiptaþings 2012. Í skýrslu og dagskrá þingsins er fjallað um tengsl hagvaxtar og lífskjara og hvernig atvinnulíf skapar verðmæti úr hugmyndum, handafli og ríkulegum auðlindum Íslands. Í umfjöllun skýrslu og þings liggur svo hið augljósa svar við spurningunni hér að ofan, að virði atvinnulífsins er ávallt til jafns við þau lífskjör og velferð sem þjóðin nýtur hverju sinni.
Útdráttur: ›› Hagvöxtur, kaupmáttur og lífskjör fara saman.

›› Hagvöxtur á mann hefur að jafnaði verið um 2,3% á ári síðustu 65 ár. Lífskjör hafa ríflega fjórfaldast á þessum tíma sem er um 15 árum styttri en meðalævilengd Íslendings.

›› Hvert prósentustig sem munar á hagvexti milli landa hefur veruleg áhrif á þróun hlutfallslegra lífskjara til lengri tíma. Efnahagsaðgerðir sem auka hagvöxt eru mun áhrifaríkari en baráttan við hagsveifluna.

›› Á síðustu 50 árum hefur orðið mikil breyting á samsetningu atvinnulífsins. Fjölbreytni hefur aukist og það er breytilegt hvaða geirar leiða vöxt hvers áratugar.

›› Töluverður munur er á hagþróun milli landsvæða, bæði á hagvexti og hagsveiflum.

›› Neysludrifinn hagvöxtur er ekki varanleg lausn á efnahagsvandanum. Hagvöxtur verður alltaf á endanum drifinn áfram af aukinni framleiðni og verðmætasköpun.

›› Fjármunir og vinnuafl skýra um 60% hagvaxtar. Það sem eftir stendur, rúm 40%, skýrist t.a.m. af mannauði, auðlindanotkun, orkunotkun og tækniframförum.

›› Sagan sýnir að aðgerðir til að dempa áhrif efnahagsáfalla hafa ekki alltaf verið til bóta. Sterk rök hníga að því að hlutverk ríkisfjármálastefnunnar ætti að mestu að takmarkast við sjálfvirka sveiflujafnara í stað sértækra opinberra aðgerða.

›› Sjálfvirkum sveiflujöfnunaráhrifum skattkerfisins var eytt út, bæði fyrir og eftir hrun.

›› Ein skilvirkasta leiðin til að bæta árangur hagstjórnar er að leggja aukna áherslu á bætt rekstrar- og starfsumhverfi atvinnulífs.

›› Efnahagsleg velmegun byggist á því að skapa sem mest verðmæti með sem minnstum tilkostnaði. Aukin framleiðni er þannig forsenda aukins hagvaxtar og kaupmáttar.

›› Hvatinn til hagræðingar og skilvirkni, sem er fólginn í einkaeign í atvinnurekstri, er meginforsenda þess að hægt sé að hámarka framleiðni.

›› Verkefni hins opinbera er að skapa aðlaðandi framtíðarsýn, stefnu um verðmætasköpun og hagfellda umgjörð til atvinnurekstrar.

›› Það er á ábyrgð atvinnulífs að tryggja stöðugan langtíma rekstrargrundvöll innan ramma laga og reglna og á grunni góðra viðmiða. Hagkvæmni, framleiðnivöxtur, bætt lífskjör og aukin hagsæld fást ekki ef atvinnulífið byggir um of á umfangsmikilli áhættutöku og skuldsetningu.

›› Virði íslensks atvinnulífs er ávallt til jafns við þau lífskjör sem þjóðin býr við hverju sinni.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
2012.03.12-Hver ... innulif-net_1657613606.pdf 12.01Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta