#

Gróðurfar við Bakka norðan Húsavíkur

Skoða fulla færslu

Titill: Gróðurfar við Bakka norðan HúsavíkurGróðurfar við Bakka norðan Húsavíkur
Höfundur: Gerður Guðmundsdóttir 1970 ; Kristín Ágústsdóttir 1973 ; Alcoa (álframleiðandi) ; HRV Engineering
URI: http://hdl.handle.net/10802/6898
Útgefandi: Náttúrustofa Austurlands
Útgáfa: 07.2009
Ritröð: Náttúrustofa Austurlands ; NA-090087
Efnisorð: Gróðurfar; Stóriðja; Umhverfismat; Umhverfisáhrif; Bakki við Húsavík; Húsavíkurbær
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.alcoa.com/iceland/ic/pdf/vidauki_06_grodur.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991000561929706886
Athugasemdir: Unnið fyrir HRV/Alcoa á ÍslandiMyndefni: myndir, tafla
Útdráttur: Að beiðni HRV, fyrir hönd Alcoa á Íslandi gerði Náttúrustofa Austurlands úttekt á gróðri sumarið 2007 á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Bakka, 3 km norðan Húsavíkur. Tilgangurinn var að lýsa gróðri á svæðinu og kanna hvort þar væri að finna sjaldgæfar eða sérstakar tegundir.

Alls fundust 117 tegundir háplantna við vettvangsathugun sumarið 2007 og telst það töluverð fjölbreytni miðað við stærð rannsóknasvæðisins. Ekki fundust friðlýstar tegundir eða tegundir á Válista. Engar tegundir eru sjaldgæfar á lands- eða héraðsvísu en ein tegund, brönugrös (Dactylorhiza maculata), er skráð sem sjaldséð í Þingeyjarsýslum.

Það sem einkenndi helst gróður á rannsóknasvæðinu var víðáttumikið votlendi en það þakti ríflega þriðjung af afmörkuðu athugunarsvæði. Votlendið náði yfir um 36 hektara og féll því undir skilgreiningu náttúruverndarlaga nr. 44 frá 1999 um sérstaka vernd mýra og flóa sem eru yfir 3 ha af stærð. Svæðið var að mestu fullgróið.

Eins og bent hefur verið á verða líklega mestu áhrif álvers á gróðurfar í næsta nágrenni þess ekki af völdum mengunar, heldur af völdum framkvæmda þar sem gróðurhula og jarðvegur verða fjarlægð á stórum svæðum. Slíkar framkvæmdir geta haft áhrif á vatnsbúskap á svæðinu og þar af leiðandi á tegundasamsetningu.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
vidauki_06_grodur.pdf 1.545Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta