#

Einkaframkvæmd samkeppni á nýjum sviðum.

Skoða fulla færslu

Titill: Einkaframkvæmd samkeppni á nýjum sviðum.Einkaframkvæmd samkeppni á nýjum sviðum.
URI: http://hdl.handle.net/10802/6091
Útgefandi: Verslunarráð Íslands
Útgáfa: 2004
Efnisorð: Einkaframkvæmd; Byggingariðnaður; Stjórnsýsla
ISBN: 9979963506
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is//files/%7B1a64c18f-1a6f-4c2d-8285-13ccc72021ec%7D_lokaskyrsla%20til%20prentunar.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991004300999706886
Athugasemdir: Efni þessarar skýrslu er reynslan af einkaframkvæmd hér á landi og þær ályktanir sem draga má af henni. Einkaframkvæmd á Íslandi á sér ekki langa sögu. Innan við áratugur er frá því fyrsta framkvæmdin með því sniði var boðin út. Árið 1997 skilaði nefnd fjármálaráðuneytis skýrslu um einkaframkvæmd þar sem fram kom að einkaframkvæmd ætti við á nær öllum sviðum ríkisrekstrarins. Um það leyti má segja að hjólin hafi farið að snúast, en í þessari skýrslu Verslunarráðs Íslands er því raunar haldið fram að þau hafi snúist heldur hægt og að með meiri áherslu á einkaframkvæmd megi ná auknum árangri í rekstri hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga.

Hugtakið einkaframkvæmd spannar nokkuð breitt svið og getur falið í sér ólíka hluti. Almennt má þó segja að einkaframkvæmd liggi einhvers staðar á bilinu á milli einkavæðingar annars vegar og opinberra framkvæmda og opinberrar þjónustu hins vegar. Einkaframkvæmd hefur verið skilgreind sem sú aðferð að bjóða út á samkeppnisgrundvelli þjónustu sem áður var nær alfarið á herðum hins opinbera og hið opinbera vill áfram stuðla að eða fjármagna. Fjármögnun þjónustunnar getur verið að mestu leyti með þjónustugjöldum eða samningsbundnum greiðslum frá hinu opinbera. Einkaframkvæmd hefur helst skilað árangri þar sem mestur hluti þjónustunnar, þ.e. bæði umgjörð og þjónustan sjálf er boðin út á samkeppnisgrundvelli. Með einkaframkvæmd má segja að samkeppni sé innleidd á sviði sviðum sem hafa verið einokuð af ríkinu. Sú samkeppni getur skilað betri þjónustu, sparnaði og fjölbreytni.

Í þessari skýrslu er fjallað um þann hluta einkaframkvæmdar þar sem einkaaðilar hafa staðið að byggingu og rekstri mannvirkis og í sumum tilvikum einnig þess starfs sem þar fer fram. Við gerð skýrslunnar var rætt við fjölda þeirra sem með einum eða öðrum hætti hafa komið að einkaframkvæmdarverkefnum. Í þeim hópi eru meðal annarra seljendur og kaupendur þjónustunnar og notendur mannvirkjanna. Þó að ekki hafi verið rætt við alla sem komið hafa nálægt einkaframkvæmd með einhverjum hætti má engu að síður gera ráð fyrir að með þessum samtölum hafi tekist að fá ágæta mynd af reynslunni af þessum verkefnum. Til viðbótar er stuðst við ritaðar heimildir, en þar sem þær eru takmarkaðar hefðu þær alls ekki dugað einar til að gefa fullnægjandi mynd af viðfangsefninu.

Í kaflanum hér á eftir verða helstu niðurstöður skýrslunnar dregnar fram og þar á eftir verður reynslan af einkaframkvæmd hér á landi reifuð nánar. Því næst verður sagan rakin með því að farið verður yfir þau verkefni sem unnin hafa verið með þessum hætti. Í þeim kafla fá verkefnin mismikla umfjöllun og er það meðal annars gert vegna ólíkrar stærðar þeirra og til þess að hægt sé að draga lærdóm af þeirri breidd sem er í verkefnunum, en í misjafnri umfjöllun felst enginn dómur um einstök verkefni. Loks er horft fram á veginn og nefndar hugmyndir um þau einkaframkvæmdarverkefni sem hægt væri að ráðast í á næstu árum.

Að skýrslunni unnu Haraldur Johannessen, hagfræðingur og blaðamaður, sem hafði umsjón með verkinu, Sigríður Ásthildur Andersen, lögfræðingur Verslunarráðs Íslands, og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands.
Útdráttur: Reynslan af þeim einkaframkvæmdarverkefnum sem hafa náð fram að ganga hefur verið góð og neytendur þeirrar þjónustu sem um ræðir hafa ekki fundið að því að eiga viðskipti við einkaaðila fremur en hið opinbera.

Skortur hefur verið á verkefnum í einkaframkvæmd og þar af leiðandi hafa tiltölulega fáir rutt brautina með þátttöku í útboðum. Ekkert bendir þó til annars en að þátttakendum fjölgi nú verulega og því mikilvægt að innkaupastefnu ríkisins sé fylgt og einkaframkvæmd nýtt í auknum mæli.

Umfang einkaframkvæmdar síðustu 5 ár hefur verið um 40 milljarðar og búast má við því að umtalsverð aukning verði á næstu 5-7 árum.

Einkaframkvæmd nýtur sín best ef hún nær til sem flestra þátta verkefnis, byggingu húsnæðis, rekstur þess og þjónustunnar sem þar fer fram.

Dæmi eru um að útboðslýsing sé afar ítarleg og lítið svigrúm fyrir bjóðendur að kynna hugmyndir sínar um hagkvæmustu lausnina. Slík útboð kæfa kosti einkaframkvæmdar.

Augljós sparnaður hefur áunnist með einkaframkvæmd.

Meiri kröfur um gæði þjónustu og viðhalds eru augljóslega gerðar til einkaaðila. Þá virðast menn almennt ánægðari með þessa þætti hjá einkaaðilum og benda á að hið opinbera sé gjarnan svifaseint þegar kemur að t.d. viðhaldi fasteigna.

Skýr afstaða til einkaframkvæmdar þarf að koma fram í löggjöf. Brögð eru að því að í lögum sé einungis vikið að sjálfseignarstofnunum en ekki að öðrum einkaaðilum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
{1a64c18f-1a6f- ... askyrsla til prentunar.pdf 300.3Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta