| Titill: | Rannsóknir og vöktun á náttúru Breiðafjarðar. Niðurstöður sérfræðingafundar í Stykkishólmi , 12.-13. september 2007.Rannsóknir og vöktun á náttúru Breiðafjarðar. Niðurstöður sérfræðingafundar í Stykkishólmi , 12.-13. september 2007. |
| Höfundur: | Róbert Arnar Stefánsson ; Schmalensee, Menja von ; Kristinn Haukur Skarphéðinsson |
| URI: | http://hdl.handle.net/10802/603 |
| Útgefandi: | Breiðafjarðarnefnd |
| Útgáfa: | 2008 |
| Efnisorð: | Breiðafjörður; Lífríki; Sjálfbærni |
| Tungumál: | Íslenska |
| Tegund: | Skýrsla |
| Útdráttur: | Breiðafjörður er víðáttumesta grunnsævis- og fjörusvæði landsins og er þar að
finna auðugt lífríki ofan sjávar og neðan. Hér er fjallað er um afrakstur tveggja daga fundar, sem haldinn var í Stykkishólmi dagana 12. og 13. september 2007. Þar komu saman 24 sérfræðingar um lífríki Breiðafjarðar til að ræða eyður í þekkingu og leggja línur um æskilegar rannsóknir. Bæta þarf verulega þekkingu á grundvallarþáttum í lífríki Breiðafjarðar og undirstöðum þess. Niðurstaða fundarins var því að leggja til að ráðist verði í tvö viðamikil undirstöðuverkefni sem allra fyrst. Annað þeirra felur í sér kortlagningu á botni og fjörum Breiðafjarðar með hliðsjón af umhverfisþáttum, botngerð og samfélögum. Hitt felur í sér að rannsaka uppruna og afdrif kolefnis í firðinum, þ.e. orku- og næringarefnaflæði í gegnum fæðukeðjur. Fjallað er um mun fleiri verkefni og er þeim forgangsraðað í þrjá flokka. Áhersla er lögð á að stórefla rannsóknir á Breiðafirði, enda eru þær undirstaða sjálfbærrar nýtingar og munu jafnframt nýtast á öðrum svæðum. |
| Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
|---|---|---|---|
| Rannsoknir_og_voktun_a_natturu_Breidafjardar.pdf | 567.8Kb |
Skoða/ |