#

Hörpudiskur í Breiðafirði. Rannsóknir og ástand stofnsins.

Skoða fulla færslu

Titill: Hörpudiskur í Breiðafirði. Rannsóknir og ástand stofnsins.Hörpudiskur í Breiðafirði. Rannsóknir og ástand stofnsins.
Höfundur: Jónas Páll Jónasson 1976
URI: http://hdl.handle.net/10802/602
Útgefandi: Náttúrustofa Vesturlands; Háskólasetur Snæfellsness
Útgáfa: 2007
Efnisorð: Stofnstærð; Vistfræði; Chlamys islandica; Hörpudiskur
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Greinargerð unnin fyrir Háskólasetur Snæfellsness og Náttúrustofu Vesturlands.
Útdráttur: Greinargerð þessi var tekin saman til að kynna niðurstöður úr rannsóknum undanfarinna
ára á ástandi hörpudisksstofnsins í Breiðafirði. Stofninn er búinn að vera í
mikilli lægð undanfarið og veiðar hafa ekki verið leyfðar frá því í byrjun árs 2003.
Meirihluti greinargerðarinnar var unnin upp úr Meistaraverkefni undirritaðs sem
unnið var við Háskóla Íslands í samstarf við Hafrannsóknastofnunina. Efni ritgerð-
arinnar má finna í eftirfarandi ritum:
Jonasson, J.P., Thorarinsdóttir, G.G., Eiriksson, H. & Marteinsdottir,G. (2004). Temperature
tolerance of Iceland scallop, Chlamys islandica (O.F. Müller) under controlled
experimental conditions. Aquaculture Research, 35, 1405-1414.
Jonasson, J.P., Thorarinsdottir, G.G., Eiriksson, H., Solmundsson,J. & Marteinsdottir,
G. (2005). The efects of environment and shing on the abundance and the condition of
Iceland scallop, Chlamys islandica in Breidifjordur. ICES-CM-2005/O:24.
Jonasson, J.P., Thorarinsdottir, G.G., Eiriksson, H., Solmundsson, J. & Marteinsdottir,
G. (2007). Collapse of the shery for Iceland scallop ( Chlamys islandica) in Breidafjordur,
West Iceland. ICES Journal of Marine Science, 64: 298-308.
Töluverðar veiðar hafa verið stundaðar á hörpudisknum í Norður Atlantshafi,
en þær hafa oftast staðið frekar stutt y r á hverjum stað vegna ofnýtingar (bls
: 11). Hörpudiskurinn er hægvaxta, tiltölulega langlíf, arktísk tegund og slíkar
tegundir eru oft viðkvæmar fyrir nytjum. Veiðarnar við Ísland hafa hinsvegar verið
frekar stöðugar, sérstaklega í Breiða rði þar sem lang umfangsmesta veiðin hefur
farið fram (bls: 13). Allsnörp lækkun varð á stofnvísitölunni í Breiða rði undir
undir lok 10. áratugs síðustu aldar (bls: 13) og samfara minnkaði aflinn á hverja
sóknareiningu (bls: 19). Nokkru síðar hækkaði meðalsumarhiti sjávar (bls: 28)
og árið 2003 var hitastig svipað og hæstu gildi á síðustu öld (milli 1930 - 1950).
Nýliðun inn í veiðistofninn var svei ukennd og var lág í lok 10. áratugarins (bls:
31). Heildar fiskveiðidauði (beinn og óbeinn vegna veiðarfæra) var metinn frekar hár
og æ færri árgangar voru í veiðinni. Mjög hár náttúrulegur dauði sem var nokkuð
svæðisbundinn í syðri hluta Breiðafjarðar fylgdi svo í kjölfarið (bls: 27). Náttúrulegi
dauðinn stafaði líklegast af sýkingu sem greindist í skelinni en einnig er líklegt að
hitastig og fæðuframboð hafi spilað þar inn í. Leiða má að því líkum að hér ha verið
um að ræða orsakasamhengi nokkurra þátta sem varð þess valdandi að stofninn féll,
það er að segja nýliðunarbrests, veiða og aukningar í náttúrulegum dauða (bls: 34).
Undir lok greinargerðarinnar er framtíðar rannsóknaverkefnum líst og þeim forgangsra
ðað (bls: 44). Þau verkefni sem brýnast er talið að ráðast í og efla snúa að
mælingum á stofnstærð og nýliðun (bls: 35) og verkefni er tengjast umhverfisvöktun
á sjúkdómum, fæðu og öðrum umhverfisskilyrðum (bls: 42). Fleiri aðkallandi
verkefnum er lýst sem mjög þarft er að framkvæma. Mikilvægi hörpudiskins fyrir
samfélögin við Breiðafjörð kallar á að þessum verkefnum sé sinnt vel svo að framt
íðarnyt tegundarinnar verði stunduð í sem bestri sátt við umhverfið með það að
markmiði að þau verði sjálfbær.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Horpudiskur_JonasPallJonasson.pdf 2.045Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta