#

Skýrsla úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur : október 2012

Skoða fulla færslu

Titill: Skýrsla úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur : október 2012Skýrsla úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur : október 2012
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/5777
Útgefandi: Reykjavíkurborg, úttektarnefnd um Orkuveitu Reykjavíkur
Útgáfa: 10.2012
Efnisorð: Fjármál; Fjárfestingar; Stjórnun; Orkuveita Reykjavíkur
ISBN: 9789979904052 (rafrænt)
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/or-uttekt/OR-Uttektarskyrslan_2012.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991002025119706886
Athugasemdir: Myndefni: myndir, línurit, töflur.
Útdráttur: Þá fjárhagserfiðleika sem Orkuveita Reykjavíkur hefur þurft að glíma við á síðastliðnum árum má að miklu leyti rekja til mikilla fjárfestinga og fjárfrekra framkvæmda á skömmum tíma, hárra arðgreiðslna og tregðu eigenda að hækka gjaldskrár í samræmi við verðlagsþróun, auk gríðarlegs gengistaps. Upphaf mikilla fjárfestinga Orkuveitunnar má rekja til markaðsvæðingar á raforkumarkaði í Evrópu sem leiddi til fjárfrekra virkjanaframkvæmda.

Þetta átti að gera fyrirtækinu kleift að taka þátt í samkeppni um framleiðslu og sölu á raforku sérstaklega til stórnotenda eins og stóriðju. Með þessu skapaðist sú sérkennilega staða að samkeppni varð til milli fyrirtækja sem voru að öllu leyti í eigu hins opinbera. Á sama tíma jókst áhugi á erlendum fjárfestingum þar sem talið var að þekking Íslendinga í orku- og auðlindamálum væri eftirsótt erlendis. Opið tilgangsákvæði í lögum, reglugerð og sameignarsamningi Orkuveitunnar skapaði það svigrúm sem fyrirtækið þurfti til að fjárfesta í margvíslegri starfsemi hérlendis og erlendis. Þessi starfsemi var að hluta til ótengd upphaflegri kjarnastarfsemi fyrirtækisins, sem fólst í að veita íbúum sveitarfélaga heitt og kalt vatn, rafmagn og síðar
sjá um fráveitumál.Af sömu ástæðum og opið tilgangsákvæði í lögum um Orkuveituna skapaði möguleika á margvíslegri fjárfestingu urðu átök meðal sveitarstjórnarmanna Reykjavíkurborgar um tilgang félagsins og um aðgang einkaaðila að dótturfélögum fyrirtækisins. Þetta leiddi síðan til umróts og um tíma mikilla breytinga í forystu Reykjavíkurborgar og í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

Í kjölfar svokallaðs REI-máls og efnahagshrunsins á Íslandi varð breyting á viðhorfi til tilgangs Orkuveitu Reykjavíkur og tæki voru virkjuð til að bæta stjórnarhætti. Nýlega hefur verið mótuð eigendastefna þar sem áhersla er lögð á upphafleg verkefni fyrirtækisins, svokallaða kjarnastarfsemi, og verkaskipting milli eigenda og fyrirtækisins er skýrð. Stöðu innri endurskoðunar í stjórnskipulagi fyrirtækisins var breytt og heyrir hún nú beint undir stjórn og sett hefur verið á laggirnar endurskoðunarnefnd. Ef frá eru talin hin pólitísku átök um tilgang félagsins, er erfitt að meta hvort stjórnarhættir innan Orkuveitunnar hafi verið sambærilegir og meðal fyrirtækja almennt en þessi tæki hafa gjarnan verið innleidd í þeim tilgangi að skýra ábyrgð og efla eftirlit með stjórnun fyrirtækja í kjölfar efnahagshrunsins.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
OR-Uttektarskyrslan_2012.pdf 8.120Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta