#

Fjármál sveitarfélaga : skýrsla nefndar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga til félagsmálaráðherra.

Skoða fulla færslu

Titill: Fjármál sveitarfélaga : skýrsla nefndar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga til félagsmálaráðherra.Fjármál sveitarfélaga : skýrsla nefndar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga til félagsmálaráðherra.
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/5712
Útgefandi: Félagsmálaráðuneytið; Byggðastofnun
Útgáfa: 01.1990
Efnisorð: Fjármál sveitarfélaga; Ísland
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/fjarmal_sveitarfelaga.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991004132699706886
Athugasemdir: Myndefni: línurit, töflurFélagsmálaráðherra skipaði hinn 25. júlí s.l. nefnd til að kanna fjárhagsstöðu verst stöddu sveitarfélaganna og gera tillögur til úrbóta. Nefndinni var jafnframt falið að kanna orsakir versnandi fjárhagsstöðu sveitarfélaganna og gera úrbótatillögur til lengri tíma.

Í nefndina voru skipaðir Páll Guðjónsson bæjarstjóri og Þórður Skúlason sveitarstjóri, tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sveinbjörn Óskarsson deildarstjóri, tilnefndur af fjármálaráðherra, Kristófer Oliversson skipulagsfræðingur, tilnefndur af Byggðastofnun og Húnbogi Þorsteinsson skrifstofustjóri í Félagsmálaráðuneytinu, sem var formaður nefndarinnar. Ritari nefndarinnar var Lúðvík Hjalti Jónsson viðskiptafræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Nefndin hafði það að meginmarkmiði í tillögugerð sinni að leita leiða til úrbóta sem ekki fela í sér skerðingu á sjálfsforræði sveitarfélaganna. Áhersla var lögð á að sveitarfélögin beri fjárhagslega ábyrgð á gjörðum sínum. Þá hefur nefndin haft það að leiðarljósi að þær leiðir sem bent er á til úrbóta falli innan þess ramma sem núverandi fyrirkomulag sveitarstjórnarmála setur og ekki þurfi að koma til breytinga á lögum og reglugerðum um sveitarstjórnarmál og nýjum lögum um breytta verka- og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Í skýrslu þessari er gerð grein fyrir starfi nefndarinnar og tillögum.

Helstu niðurstöður nefndarinnar koma fram í fyrsta kafla.

Annar kafli fjallar um starf nefndarinnar og þær athuganir sem voru gerðar á hennar vegum.

Þriðji kafli fjallar um almennar forsendur og ytri aðstæður hjá sveitarfélögunum.

Fjórði kafli hefur að geyma tölfræðilegar upplýsingar um umsvif og þróun fjárhagsstöðu sveitarfélaganna undanfarin ár og er einkum byggt á úrvinnslu úr ársreikningum. Í þessum kafla er einnig gerð tilraun til að meta áhrif laga um breytta verka- og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga á fjárhag sveitarfélaganna. Þessi lög tóku gildi um áramót 1989/1990.

Einnig er leitast við að meta áhrif staðgreiðslukerfisins á fjárhag sveitarfélaganna út frá tölum fyrir árið 1988, sem nú liggja fyrir.

Fimmti kafli fjallar áhrif virðisaukaskatts á fjárhag sveitarfélaganna eftir því sem hægt er á þessari stundu. En þegar þetta er ritað liggur fyrir að lög um virðisaukaskatt munu hafa töluverð áhrif á rekstur og framkvæmdir sveitarfélaganna.

Í sjötta kafla er leitast við að skýra orsakir versnandi fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga út frá fyrirliggjandi upplýsingum.

Í sjöunda kafla er bent á leiðir sem að mati nefndarinnar eru best fallnar til úrbóta á fjárhagsstöðu sveitarfélaganna til lengri og skemmri tíma.

Auk ofangreindra starfa hefur félagsmálaráðherra leitað eftir umsögn nefndarinnar um takmarkanir á skuldsetningu og ábyrgðum sveitarfélaga og var í því sambandi vísað til þess að lántökur og ábyrgðir sveitarfélaga eru í nokkrum tilvikum komnar í óefni.

Einnig óskaði ráðherra eftir afstöðu nefndarinnar til hugmynda um að hækka lágmarksíbúatölu sveitarfélaga í t.d. 400 íbúa.

Svör nefndarinnar við þessu er að finna í viðauka. Auk þess er sérstakur viðauki með skýrslunni sem hefur að geyma yfirlit og töflur sem byggt hefur verið á.
Útdráttur: Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er mjög misjöfn. Minnstu og stærstu sveitarfélögin standa best fjárhagslega, en minni þéttbýlissveitarfélögin verst þ.e. sveitarfélög í 4.-6. flokki skv. flokkun nefndarinnar. Fjárhagsstaða þessara sveitarfélaga hefur yfirleitt farið versnandi undanfarin þrjú ár.

Orsakir versnandi fjárhagsstöðu sveitarfélaganna eru margvíslegar, en einkum skal bent á eftirfarandi:

• Of lágar tekjur einstakra sveitarfélaga miðað við sambærileg sveitarfélög.

• Aukin verkefni og þjónusta sveitarfélaga.

• Of miklar fjárfestingar.

• Mikill fjármagnskostnaður v/skuldasöfnunar síðustu ára.

• Áföll vegna erfiðleika í atvinnurekstri.

• Fyrirhyggjuleysi í fjármálastjórn sumra sveitarfélaga.

• Skerðing á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Ný tekjustofnalög, staðgreiðslukerfi og breytt verkaskipting ríkis og sveitarfélaga munu hafa í för með sér verulegan fjárhagslegan ávinning fyrir sveitarfélögin. Í því sambandi er einkum bent á eftirfarandi atriði:

• Auknar tekjur.

• Verðtryggingu útsvaranna.

• Jöfnun á aðstöðu sveitarfélaga.

• Aukið ákvörðunarvald um nýtingu eigin tekjustofna.

• Hagkvæmari röðun framkvæmda.

Upptaka virðisaukaskatts mun leiða af sér kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin sem rýrir verulega þann ábata sem verður af nýjum verkaskiptalögum. Það er mat nefndarinnar að þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga geti þau langflest komist á réttan kjöl fjárhagslega með eigin aðgerðum og án afskipta ríkisvaldsins. Varðandi úrbætur í fjármálum sveitarfélaga er einkum lögð áhersla á eftirfarandi:

• Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði ekki skertar.

• Rekstrargjöld verði dregin saman þar sem þau eru of há.

• Framkvæmdir sveitarfélaga verði sem mest fjármagnaðar af samtímatekjum.

• Áherslum verði breytt nokkuð í sambandi við útlán Lánasjóðs sveitarfélaga þannig að hann aðstoði sveitarfélög í auknum mæli við skuldbreytingu skammtímalána, en dragi að sama skapi úr lánum til nýframkvæmda.

• Sveitarfélög forðist þátttöku í atvinnurekstri eftir því sem unnt er.

• Settar verði ákveðnar viðmiðanir varðandi ábyrgðir og lántökur sveitarfélaga.

• Aukið samræmi í bókhaldi sveitarfélaga og hertar kröfur varðandi skil á ársreikningum og fjárhagsáætlun sveitarfélaga.

• Hraðari vinnsla og samanburður upplýsinga úr ársreikningum sveitarfélaga.

• Settar verði ákveðnar viðmiðunartölur um nettóskuldir og framlegð sveitarfélaga.

• Aukin áhersla verði lögð á menntun og þjálfun stjórnenda sveitarfélaga.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
fjarmal_sveitarfelaga.pdf 112.2Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta