#

Launamunur karla og kvenna : rýnt í rannsóknir

Skoða fulla færslu

Titill: Launamunur karla og kvenna : rýnt í rannsóknirLaunamunur karla og kvenna : rýnt í rannsóknir
Höfundur: Sigurður Jóhannesson 1961
URI: http://hdl.handle.net/10802/5082
Útgefandi: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
Útgáfa: 05.2009
Ritröð: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands., Skýrslur Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands ; C08:04
Efnisorð: Launajafnrétti; Karlar; Konur; Ísland; Kynjamismunun
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/C-Series/2008/C08_04.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991003227819706886
Athugasemdir: Myndefni: línurit, töflur
Útdráttur: Hér á eftir er fjallað um helstu niðurstöður rannsókna á launum karla og kvenna sem gerðar hafa verið hér á landi á nýliðnum árum. Miklu munar á heildarlaunum karla og kvenna, en munurinn minnkar með tímanum, þar sem konur vinna að jafnaði lengur en áður, en karlar skemur. Á níunda áratug 20. aldar voru heildaratvinnutekjur kvenna einungis ríflega helmingur af launum karla, en síðustu mælingar benda til að þetta hlutfall sé nú ríflega 60%. Æ fleiri konur sækja út á vinnumarkaðinn. Þær eru enn tiltölulega fáar í stjórnunarstöðum, en um helmingur sérfræðinga og meirihluti sérmenntaðs starfsfólks. Meðal skrifstofufólks og þjónustu- og verslunarfólks eru konur í miklum meirihluta. Ætla má að hlutfall kvenna eigi enn eftir að vaxa í hópi sérfræðinga, því að þær eru 60% af háskólanemum um þessar mundir. Samkvæmt flestum athugunum sem hér fara á eftir mælist launamunur sem aðeins verður rakinn til kynferðis, óutskýrður eða kynbundinn launamunur, 10–15%.

Erfitt er að einangra áhrif kyns í könnunum á raunverulegum gögnum, en það má gera með tilraunum þar sem fólk er kynnt fyrir tilbúnum körlum og konum sem eru með sömu ferilskrá og sækjast eftir sama starfi. Slíkar tilraunir gefa svipaðar niðurstöður um kynbundinn launamun og kannanir á raunverulegum gögnum. Ekki er ljóst hvort þessi munur fer minnkandi. Capacent rannsakaði árið 2006 laun í fjórum einkafyrirtækjum og fjórum ríkisstofnunum, á sama hátt og gert var 1994. Niðurstaðan var sú að launamunur sem rekja mætti til kynferðis hefði ekki breyst á þessum tíma. Samkvæmt könnun VR, sem gerð hefur verið á sama hátt á hverju ári frá aldamótum, fer kynbundinn launamunur í hópi stéttarfélagsins á hinn bóginn minnkandi. Einnig er hér vitnað til könnunar á gagnasafni ParX um laun á almennum vinnumarkaði, en úr því má lesa að óleiðréttur launamunur kynjanna sé mun minni hjá fertugum og yngri, en þeim sem eldri eru. Þetta gæti bent til þess að fjölskylduábyrgð sé jafnari hjá yngri hópnum og búast megi við að kynbundinn launamunur eigi eftir að minnka hjá eldra fólki þegar tímar líða.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
C08_04.pdf 280.9Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta