#

Héraðsskjalasöfn í nútíð og framtíð : úttekt Þjóðskjalasafns á starfsemi héraðsskjalasafna haustið 2008

Skoða fulla færslu

Titill: Héraðsskjalasöfn í nútíð og framtíð : úttekt Þjóðskjalasafns á starfsemi héraðsskjalasafna haustið 2008Héraðsskjalasöfn í nútíð og framtíð : úttekt Þjóðskjalasafns á starfsemi héraðsskjalasafna haustið 2008
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/4903
Útgefandi: Þjóðskjalasafn Íslands
Útgáfa: 11.2008
Efnisorð: Skjalasöfn; Ísland
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://skjalasafn.is/files/docs/heradsskjalasofn_skyrsla_2008.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991007630409706886
Athugasemdir: Myndefni: myndir, línuritÁ undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á skjalavörslu sveitarfélaga sem má rekja til sameiningar sveitarfélaga, tilfærslu verkefna frá ríkinu til þeirra og notkunar ýmissa rafrænna skjalavistunarkerfa- og framgangi rafrænnar stjórnsýslu. Þessar breytingar hjá sveitarfélögunum og breytingar á lögum um Þjóðskjalasafn Íslands vegna langtíma varðveislu rafrænna gagna hafa svo aftur áhrif á starfsemi og verkefni héraðsskjalasafnanna. Þann 12. september síðastliðin samþykkti alþingi breytingar á lögum um Þjóðskjalasafn sem gera kleift að hefja vörslu rafrænna gagna. Umfangsmeiri breytingar á lögum um Þjóðskjalasafn eru fyrirhugaðar. Í ljósi breyttra aðstæðna og þess að héraðsskjalasöfnin lúta faglegu eftirliti Þjóðskjalasafnsins hefur Þjóðskjalasafn ráðist í úttekt á starfsemi allra héraðsskjalasafna og eru niðurstöður hennar teknar saman í þessa skýrslu. Forstöðumönnum safnanna eru færðar þakkir fyrir skýr og greinargóð svör.

Skýrslunni, sem gefur ágæta mynd af þeirri starfsemi sem fer fram á héraðsskjalasöfnunum í dag, er ætlað að vera grundvöllur frekari umræðu um stöðu og starfsemi héraðsskjalasafnanna. skipulegar og samræmdar upplýsingar skýrslunnar um söfnin ætti að auðvelda markvissa umræðu. Vonandi verður skýrsla þessi gott vegarnesti öllum þeim sem að málum koma. Ljóst er að nýjar aðstæður hafa skapast og við þeim þarf að bregðast til að tryggja að verkefni á sviði skjalavörslu sveitarfélaga séu vel og örugglega af hendi leyst um alla framtíð.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
heradsskjalasofn_skyrsla_2008.pdf 855.4Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta