dc.contributor.author | Guðný Björk Eydal | |
dc.contributor.author | Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir | |
dc.date.accessioned | 2011-03-03T14:58:08Z | |
dc.date.available | 2011-03-03T14:58:08Z | |
dc.date.issued | 2008 | |
dc.identifier.uri | http://hdl.handle.net/10802/489 | |
dc.description.abstract | Megintilgangur rannsóknarinnar er að öðlast þekkingu og skilning á aðstæðum foreldra
sem ekki fara sameiginlega með forsjá til fæðingarorlofstöku. Rannsóknin byggir annars vegar á greiningu fyrirliggjandi megindlegra gagna og hins vegar á eigindlegri viðtalsrannsókn þar sem tekin voru ellefu viðtöl. Helstu niðurstöður megindlegu rannsóknarinnar benda til þess að fjölskyldustaða hefur áhrif á nýtingu feðra á fæðingarorlofi, en marktækur munur var á fæðingarorlofstöku feðra sem bjuggu með barnsmóður og þeirra sem ekki bjuggu með börnum sínum. Niðurstöður eigindlegu viðtalsrannsóknarinnar veita innsýn í þær fjölbreytilegu aðstæður sem barnafjölskyldur búa við. Samband viðmælanda var misjafnt á meðgöngu og það átti einnig við eftir fæðingu barns. Hjá nokkrum mæðrum var lítið samband við föður fyrir fæðingu barns og það breyttist ekki eftir fæðingu. Þessir feður eiga það sameiginlegt að hafa ekki tekið virkan þátt í meðgönguferlinu, né verið viðstaddir fæðinguna eða tekið fæðingarorlof. Í öðrum tilvikum voru feður í góðu sambandi við börn sín, tóku fæðingarorlof og ræktu umgengni við þau. Foreldrar höguðu fæðingarorlofi nær allir á þann veg að mæður tóku 6 mánuði en mjög mismunandi var hversu langt fæðingarorlof feður tóku, allt frá engu upp í 6 mánuði. Ástæður þess að feður tóku ekki fæðingarorlof voru misjafnar, lítil samskipti á milli foreldra á meðgöngu, sambandsslit sem endaðu illa, áhugaleysi föður og í einu tilviki þekkti faðir ekki rétt sinn. Í einu tilviki neitaði móðir að skrifa undir orlofstöku þar sem hún efaðist um að faðirinn myndi sjá um barnið og í öðru átti faðir ekki rétt á fæðingarstyrk nema að hann færi með forsjá barns, en þeirri tilhögun hefur nú verið breytt. Viðtölin veittu innsýn í hversu flókið verkefni það er fyrir foreldra, sem ekki þekkjast vel eða hafa nýlega verið í parsambandi sem ekki hefur gengið, að þróa gott samband og traust til hvers annars sem foreldrar. Það er niðurstaða rannsóknarinnar að með markvissri fjölskyldu- og félagsráðgjöf væri hægt að styðja foreldra sem ekki búa saman í að takast á við mörg þau úrlausnarefni sem þeir þurfa að fást við á fyrstu ævimánuðum barns. |
en_US |
dc.language.iso | is | en_US |
dc.publisher | Rannsóknarstöð þjóðmála Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands | en_US |
dc.relation.ispartofseries | Rannsóknarritgerðir / Working papers;3, 2008 | |
dc.subject | Einstæðir foreldrar | en_US |
dc.subject | Fæðingarorlof | en_US |
dc.title | Hvernig haga einstæðir foreldrar fæðingarorlofi | en_US |
dc.type | Skýrsla | en_US |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
Hvernig haga e ... reldrar fæðingarorlofi.pdf | 738.7Kb |
Skoða/ |