#

Fornleifaskráning jarðarinnar Lambhaga í Reykjavík

Skoða fulla færslu

Titill: Fornleifaskráning jarðarinnar Lambhaga í ReykjavíkFornleifaskráning jarðarinnar Lambhaga í Reykjavík
Höfundur: Sólborg Una Pálsdóttir 1971
URI: http://hdl.handle.net/10802/4876
Útgefandi: Árbæjarsafn
Útgáfa: 2004
Ritröð: Minjasafn Reykjavíkur., Skýrslur Minjasafns Reykjavíkur - Árbæjarsafns ; nr. 112Skýrslur Árbæjarsafns ; nr. 112
Efnisorð: Fornleifaskráning; Reykjavík
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.minjasafnreykjavikur.is/skyrslur/skyrsla_112.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991001199979706886
Athugasemdir: Myndefni: myndirMinjasafn Reykjavíkur hefur yfirumsjón með skráningu fornleifa í Reykjavík. Í þessari skýrslu er greint frá fornleifaúttekt á jörðinni Lambhaga, milli Korpúlfsstaða og jarðarinnar Úlfarsár, en þar eru áætlaðar töluverðar vegaframkvæmdir vegna breytinga á Vesturlandsvegi og tenginga við nýlega byggð í Grafarholti.

Skráning fornleifanna byggir að hluta til á eldri skráningu fornleifa í Reykjavík sem síðast kom út í prentuðu formi árið 1995. Skráningin byggir einnig á svæðisskráningu sem unnin var í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Sú skráning miðaðist við svæðisskipulagsstig en þá er skráning fornleifa byggð á rannsóknum á heimildum og sögu jarðarinnar. Nú hefur þessi skráning verið yfirfarin, endurunnin og bætt. Nákvæmni hennar miðast við það skráningarform sem nægir við gerð deiliskipulags.

Svæðið sem hér er tekið fyrir er jörðin Lambhagi eins og landamerkjum er lýst í örnefnaskrám.

Markmið þessar úttektar er að taka saman þau gögn sem geta gefið upplýsingar um fornleifar á umræddu svæði. Í niðurstöðum eru síðan að finna nokkuð nákvæma staðsetningu á fornleifum svæðisins. Hluti af svæðinu hefur verið sléttaður þannig að engar eða litlar rústir sjást þar á yfirborði sem gerir skráningu og staðsetningu minjanna erfiða. Reynslan hefur þó kennt okkur að þetta þýðir ekki endilega að fornleifarnar séu með öllu horfnar. Jörðin geymir enn minjarnar sem ekki hefur verið spillt og þær minjar eru samkvæmt lögum friðaðar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
skyrsla_112.pdf 1.516Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta