#

Skildinganes : húsakönnun : Bauganes - Baugatangi - Einarsnes - Fáfnisnes - Gnitanes - Skeljanes - Skeljatangi - Skildinganes - Skildingatangi

Skoða fulla færslu

Titill: Skildinganes : húsakönnun : Bauganes - Baugatangi - Einarsnes - Fáfnisnes - Gnitanes - Skeljanes - Skeljatangi - Skildinganes - SkildingatangiSkildinganes : húsakönnun : Bauganes - Baugatangi - Einarsnes - Fáfnisnes - Gnitanes - Skeljanes - Skeljatangi - Skildinganes - Skildingatangi
Höfundur: Páll V. Bjarnason 1946 ; Helga Maureen Gylfadóttir 1974 ; Listasafn Reykjavíkur ; Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík
URI: http://hdl.handle.net/10802/4862
Útgefandi: Árbæjarsafn
Útgáfa: 2003
Ritröð: Minjasafn Reykjavíkur., Skýrslur Minjasafns Reykjavíkur - Árbæjarsafns ; nr. 99Skýrslur Árbæjarsafns ; nr. 99
Efnisorð: Húsavernd; Húsfriðun; Byggingar; Reykjavík
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.minjasafnreykjavikur.is/skyrslur/skyrsla2_99.pdf
http://www.minjasafnreykjavikur.is/skyrslur/skyrsla_99.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991000850689706886
Athugasemdir: Unnið í samráði við byggingarlistadeild Listasafns ReykjavíkurUnnið að beiðni Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur vegna deiliskipulagsvinnuMyndefni: myndir, kort, uppdr.Hér fer á eftir könnun byggðar á staðgreinireitum 1.671, 1.674, 1.675 og 1.676 í Skerjafirði, en svæðið afmarkast af Einarsnesi, Bauganesi, Skildinganesi og Skeljanesi. Innan svæðisins liggja göturnar Bauganes, Baugatangi, Einarsnes, Fáfnisnes, Gnitanes, Skeljanes, Skeljatangi, Skildinganes og Skildingatangi. Húsakönnunin er unnin að beiðni Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur í samræmi við skipulagslög vegna gerðar deiliskipulags á svæðinu. Þessi reitur er ekki innan þess svæðis sem varðveisluskrá Reykjavíkur nær til, en það er svæðið innan Hringbrautar / Snorrabrautar. Húsin á reitnum voru flest byggð á árunum 1927 og fram til ársins 2003. Tvö þeirra eru byggð á 19. öld og tilheyra hinu gamla höfuðbóli Skildinganess, en það eru Reynisnes sem byggt var árið 1863 og Reynisstaður að stofni til frá 1874. Flest húsin voru byggð á árunum 1960 – 1990, en eftir það fer húsbyggingum á svæðinu fækkandi. Þó eru enn nokkur hús í byggingu.

Ekki er um að ræða tæmandi sögulega úttekt á viðkomandi svæði, en þó er skoðað hvaða hús hafa verið byggð á svæðinu í gegnum árin og þau metin sem enn standa. Sú rannsókn er nauðsynleg til að átta sig á samhengi byggðarinnar og þróun svæðisins.

Við mat á varðveislugildi húsa hefur verið beitt svokallaðri SAVE-aðferð (Survey in Architectural Value in the Environment) sem gerð er grein fyrir í ritinu Leiðbeiningar um gerð bæja- og húsakannana, útgefin af Húsafriðunarnefnd ríkisins 1996. Þar er höfð til hliðsjónar dönsk SAVE-aðferð, þar sem lagt er mat á fjóra þætti; byggingarlist, menningarsögulegt gildi, umhverfisgildi og upprunaleg gerð. Varðveislugildi húsa byggist síðan á innbyrðis mati á vægi hvers þáttar og vega þar þyngst gildi byggingarlistar, menningarsögu og umhverfis. Einnig er stuðst við Húsverndarskrá Reykjavíkur, sem gefin var út sem þemahefti með Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 – 2016 (Húsvernd í Reykjavík, svæðið innan Snorrabrautar / Hringbrautar). Þar sem húsverndarskráin er ekki að öllu leyti byggð á rannsóknum heldur á fyrirliggjandi gögnum og úttekt byggðarinnar á staðnum, getur verið nauðsynlegt að gera breytingar eftir nákvæmari húsakönnun.

Af þeim húsum sem voru rannsökuðu, eru tvö byggð fyrir 1918 og falla því undir lög um húsafriðun nr. 104/2001.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
skyrsla2_99.pdf 9.644Mb PDF Skoða/Opna
skyrsla_99.pdf 1.754Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta