#

Flutninga- og hafnahópur Sjávarklasans : stefna til 2030

Skoða fulla færslu

Titill: Flutninga- og hafnahópur Sjávarklasans : stefna til 2030Flutninga- og hafnahópur Sjávarklasans : stefna til 2030
Höfundur:
URI: http://hdl.handle.net/10802/4579
Útgefandi: Íslenski sjávarklasinn
Útgáfa: 2013
Efnisorð: Samgöngur; Vöruflutningar; Norður-Atlantshaf; Ísland; Stefnumótun
ISBN: 9789935908339
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.sjavarklasinn.is/wp-content/uploads/2013/10/Stefna-2030-low.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991003646639706886
Athugasemdir: Myndefni: myndir, kort, línurit.
Útdráttur: Ísland er miðstöð fyrir flutninga um Grænland og þjónustumiðstöð á Norður-Atlantshafi. Menntunarstig í flutningum og vörustjórnun er framúrskarandi og náið samstarf ríkir milli fyrirtækja og stjórnvalda varðandi samgöngur og vörustjórnun.

Flutningar og vörustjórnun eru afar mikilvæg íslenskum efnahag, ekki aðeins vegna stærðar atvinnugreinarinnar sjálfrar heldur einnig vegna hlutverks hennar við að tengja aðrar atvinnugreinar saman og tryggja hreyfanleika varnings og fólks. Án flutninga og samgangna gætu hvorki hráefni né vinnuafl komist þangað sem þeirra er þörf og iðnframleiðsla og hnattvæðing myndu staðna.

Landfræðileg lega Íslands býður upp á fjölmörg tækifæri fyrir fyrirtæki í flutningum og vörustjórnun. Þegar hefur byggst upp öflugt flutningakerfi miðað við íbúafjölda, en Ísland er eitt fárra landa sem býður upp á áætlunarflutninga til og frá öllum löndum innan norðurslóða.

Markmiðið með stefnumótun þeirri sem hér er lýst og útgáfu þessa rits er að koma á fót og kynna sameiginlega stefnu fyrirtækja í flutninga- og hafnastarfsemi á Íslandi til ársins 2030. Stefnuna mótuðu þau fyrirtæki sem starfa í flutninga- og hafnahóp Íslenska sjávarklasans. Það er okkar von að sú stefna sem hér er lögð fram verði nýtt af bæði stjórnvöldum og fyrirtækjum innan greinarinnar næstkomandi ár. Þar með verði styrkleikar Íslands í flutningum nýttir sem best í að bregðast við þeim tækifærum og ógnunum sem kunna að myndast á næstu árum.

Þrjú forgangsverkefni hafa verið sett á oddinn fyrir næstu ár:

1. Ísland sem þjónustumiðstöð fyrir Grænland
2. Efling rannsókna, menntunar og þróunar
3. Ísland sem þjónustumiðstöð á Norður-Atlantshafi

Auk þess hefur þessi hópur fyrirtækja sett stefnuna á áframhaldandi klasasamstarf og aukið samstarf milli stjórnvalda og fyrirtækja í flutningum og vörustjórnun.

4. Áframhaldandi klasasamstarf
5. Aukið samstarf stjórnvalda og fyrirtækja


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Stefna-2030-low.pdf 2.915Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta