#

Gróðurfar í votlendi á Fitjum í Skorradal : endurskoðað gróðurkort 2011

Skoða fulla færslu

Titill: Gróðurfar í votlendi á Fitjum í Skorradal : endurskoðað gróðurkort 2011Gróðurfar í votlendi á Fitjum í Skorradal : endurskoðað gróðurkort 2011
Höfundur: Guðmundur Guðjónsson 1953 ; Kristbjörn Egilsson 1949 ; Karólína Hulda Guðmundsdóttir 1960
URI: http://hdl.handle.net/10802/4502
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 12.2011
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-11007
Efnisorð: Gróðurfar; Votlendi; Skorradalur
ISSN: 1670-0120
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2011/NI-11007.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991000586649706886
Athugasemdir: Unnið fyrir Huldu Guðmundsdóttur, FitjumMyndefni: myndir, kort, töflur
Útdráttur: Sumarið 1998 var gert gróðurkort, gróðurlendum lýst og tegundafjölbreytni háplantna könnuð á votlendissvæði í landi Fitja fyrir botni Skorradalsvatns. Vorið 2010 óskaði Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum eftir að Náttúrufræðistofnun Íslands endurskoðaði gróðurkortið því henni virtust allmiklar breytingar hafa orðið á gróðurfari, einkum aukin útbreiðsla ágengu tegundarinnar alaskalúpínu. Vettvangsvinna vegna endurskoðunar gróðurkortsins ásamt skráningu háplantna var unnin í júlí 2010 og september 2011. Rannsóknasvæðið í landi Fitja er samtals 68 ha að flatarmáli.

Gróðurfar. Meginhluti svæðisins (95%) er gróið land, einungis 5% telst lítt eða ógróinn. Nær allt gróna landið (91%) er algróið og telst landið því vera mjög vel gróið. Votlendi er ríkjandi (62%) en graslendi hefur einnig talsverða útbreiðslu (23%). Alaskalúpína, sem er ágeng og breiðumyndandi tegund, hefur stóraukið útbreiðslu sína og þekur nú um 6% gróins lands. Önnur gróðurlendi hafa minni útbreiðslu.

Háplöntur. Á svæðinu hafa fundist 132 villtar tegundir auk fimm slæðinga . Í skráningunni árið 2010 bættust við 19 tegundir frá fyrri skráningu enda var nú farið víðar um svæðið. Nýskráðu tegundirnar hafa eflaust allar verið á svæðinu árið 1998.

Það fer ekki á milli mála að votlendið við árósa Fitjaár, þar sem hún fellur í Skorradalsvatn, er mikið náttúrudjásn. Í því felst mikil ábyrgð og um leið ögrun fyrir landeigendur að viðhalda þeirri stöðu áfram. Vegna áherslna á Fram-Skorradal sem ferðamannasvæði, aukinnar sumarhúsabyggðar í nágrenninu og mikillar skógræktar fer útivistargildi svæðisins vaxandi. Miklu skiptir að haldið verði þannig á málum að aukin umferð og ágangur valdi ekki skaða á náttúrufari svæðisins.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-11007.pdf 9.020Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta