#

Blöndulón : vöktun á strandrofi og áfoki : áfangaskýrsla 2010

Skoða fulla færslu

Titill: Blöndulón : vöktun á strandrofi og áfoki : áfangaskýrsla 2010Blöndulón : vöktun á strandrofi og áfoki : áfangaskýrsla 2010
Höfundur: Borgþór Magnússon 1952 ; Hákon Aðalsteinsson 1947 ; Landsvirkjun
URI: http://hdl.handle.net/10802/4464
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 02.2011
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-11001
Efnisorð: Gróðurfar; Landgræðsla; Veðrun; Vöktun; Blanda; Blöndulón
ISSN: 1670-0120
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2011/NI-11001.pdf
Tegund: Bók
Gegnir ID: 991010403069706886
Athugasemdir: Unnið fyrir LandsvirkjunVerkefnisstjóri Landsvirkjunar: Hákon AðalsteinssonMyndefni: myndir, gröf, kort, töflur
Útdráttur: Í skýrslunni er greint frá rannsóknum og vöktun við Blöndulón árið 2010 en þá var gerð ný fimm ára áætlun um framhald verkefnisins sem staðið hefur frá 1993. Megináhersla næstu ár verður á vöktun landbrots úr bökkum, sandfoki úr fjörum og eftirlit með áburðargjöf á sandfokssvæði og aðgerðum til að styrkja gróður í þeim.

Árið 2010 var mjög hlýtt og þurrviðrasamt. Veðurmælingar í Kolku sýndu að árið var það annað hlýjasta sem mælst hefur og þurrasta frá því mælingar hófust þar árið 1994. Vindar voru yfirleitt hægir og lítið um hvassviðri við Blöndulón yfir vor- og sumarmánuðina. Í september gerði nokkur hvassviðri. Haustið 2009 var vatnsborð lónsins við yfirfallshæð fram í byrjun nóvember. Féll það nokkuð jafnt yfir veturinn og var lægst, um 5,5 m neðan yfirfallshæðar, í byrjun apríl 2010. Ekki tók að hækka að marki í lóninu fyrr en eftir miðjan júní og var yfirfallshæð náð 9. ágúst. Lónborð hélst við yfirfall fram í byrjun október.

Öldurof úr bökkum lónsins var lítið milli áranna 2009–2010. Það var að meðaltali 0,12 m sem er minnsta rof sem mælst hefur frá því mælisnið voru sett upp árið 2004. Merki um nýtt sandfok á land úr fjörum lónsins sáust ekki eftir sumarið 2010 þrátt fyrir lága lónstöðu framan af sumri og þurrviðrasama tíð.

Sumarið 2010 var hafin áburðardreifing á sandfokssvæði við lónið til styrkingar gróðri. Ætlunin er að halda þeim áfram í nokkur ár og fylgjast með árangri af þeim. Borinn var hálfur túnskammtur (50 kg N/ha) á alls 15 ha. Vinnuflokkur í Blöndustöð annaðist dreifinguna að mestu en á stærsta flákann var borið á með dráttarvél. Í tvo sandfláka, þar sem sandur var mestur og gróður illa farinn, var grasfræi sáð með áburðinum.

Í lok skýrslunnar eru gerðar tillögur að framhaldi rannsókna og vöktunar við lónið árið 2011.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-11001.pdf 3.289Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta