#

Flokkun gróðurs og landgerða á háhitasvæðum Íslands

Skoða fulla færslu

Titill: Flokkun gróðurs og landgerða á háhitasvæðum ÍslandsFlokkun gróðurs og landgerða á háhitasvæðum Íslands
Höfundur: Ásrún Elmarsdóttir 1971 ; Olga Kolbrún Vilmundardóttir 1981 ; Orkustofnun ; Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma
URI: http://hdl.handle.net/10802/4400
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 10.2009
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-09013
Efnisorð: Jarðhiti; Háhitasvæði; Gróðurkort; Hverir
ISSN: 1670-0120
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09013.pdf
http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09013_kortahefti.pdf
http://www.os.is/gogn/Skyrslur/ramma/NI-09013.pdf
http://www.os.is/gogn/Skyrslur/ramma/NI-09013_kortahefti.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991008609329706886
Athugasemdir: Unnið fyrir Orkustofnun vegna RammaáætlunarMyndefni: myndir, töflur
Útdráttur: Gróður var rannsakaður á 17 háhitasvæðum og 15 undirsvæðum þeirra. Verkefnið er liður í öflun gagna um náttúrufar vegna 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Meginmarkmið verkefnisins var að afla nauðsynlegra gagna til að flokka háhitasvæði eftir náttúrufari og meta verndargildi þeirra.

Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum rannsókna á gróðri sem er undir áhrifum hita í jarðvegi. Gerð er grein fyrir niðurstöðum gróðurflokkunar og helstu einkennum svæða lýst. Greint er frá öðrum upplýsingum um lífríki svæðanna og niðurstöður mats á verndargildi í öðrum skýrslum.

Háhitasvæðin eru ólík um margt en einnig er mikill breytileiki innan þeirra. Þau spanna mikinn breytileika í hæð yfir sjó, stærð þeirra er allt frá fáeinum ferkílómetrum til hundruða og veðurfar breytilegt. Jarðhitavirkni á yfirborði er mismikil milli svæða og getur einskorðast við lítil svæði innan þeirra eða verið víða. Innan rannsóknasvæða og undirsvæða voru valin sérstök mælingasvæði þar sem rannsóknir fóru fram. Þar var land kortlagt, gróðri lýst, háplöntur skráðar og safnað sýnum af mosum og fléttum til síðari greiningar. Jafnframt var hiti í jarðvegi mældur. Við úrvinnslu var beitt fjölbreytugreiningum til að kanna breytileika í gróðri og meta tengsl umhverfis- og gróðurþátta við tegundasamsetningu háplantna.

Alls voru ákvörðuð níu hveragróðurfélög og þeim skipt niður í þrjá meginflokka, þ.e. hveramoslendi (fjögur gróðurfélög), hveragraslendi (tvö gróðurfélög) og hveravotlendi (þrjú gróðurfélög). Auk þess voru greindar þrjár landgerðir; hveraleir, hverahrúður og hraun með útfellingum.

Nokkur munur er á gróðurfari á milli svæða og sýndu niðurstöðurnar að mikill munur var á gróðri eftir hæð yfir sjó, úrkomu og raka í jarðvegi. Allmikill munur var á fjölbreytileika hveragróðurfélaga og landgerða, fjölda skráðra tegunda, válistategunda, jarðhitategunda og hitakærra tegunda. Fjölbreyttastur er hveragróðurinn við Hengil og Torfajökul en einna fábreyttastur í Kerlingarfjöllum og Kverkfjöllum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-09013.pdf 35.15Mb PDF Skoða/Opna
NI-09013_kortahefti.pdf 19.10Mb PDF Skoða/Opna
NI-09013.pdf 35.14Mb PDF Skoða/Opna
NI-09013_kortahefti.pdf 19.10Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta