#

Gróðurfar á fyrirhuguðum borsvæðum við Kröflu

Skoða fulla færslu

Titill: Gróðurfar á fyrirhuguðum borsvæðum við KröfluGróðurfar á fyrirhuguðum borsvæðum við Kröflu
Höfundur: Kristbjörn Egilsson 1949 ; Guðmundur Guðjónsson 1953 ; Landsvirkjun
URI: http://hdl.handle.net/10802/4384
Útgefandi: Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 04.2009
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-09002
Efnisorð: Gróðurkort; Gróðurfar; Háhitasvæði; Krafla
ISSN: 1670-0120
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09002.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991008037289706886
Athugasemdir: Unnið fyrir LandsvirkjunMyndefni: myndir, gröf, kort
Útdráttur: Sumarið 2007 gerði Náttúrufræðistofnun Íslands gróðurkort og úttekt á háplöntum á háhitasvæðum og fyrirhuguðum línu- og vegstæðum á Norðausturlandi og skilaði skýrslu um verkið.

Til viðbótar við þessa vinnu var óskað eftir nákvæmari úttekt á gróðurfari á fyrirhuguðum borsvæðum á virkjunarsvæðinu við Kröflu með því að kortleggja gróður í stærri mælikvarða en áður og gera úttekt á gróðurfari við átta borteiga vegna rannsóknaborunar og einnig við fyrirhuguð framtíðarborsvæði.

Gróður á nýjum borsvæðum á framkvæmdasvæðinu við Kröflu, bæði þau sem framkvæmdir eru hafnar á og hin sem eru fyrirhuguð, er margbreytilegur og hvert svæði hefur sín sérkenni. Framtíðarborsvæði 2 við Víti þar sem framkvæmdir eru þegar hafnar er eina svæðið sem hefur hátt verndargildi og nýtur auk þess hverfisverndar samkvæmt aðal- og svæðisskipulagi. Athafnasvæðið þ.e. borteigurinn er í jaðri votlendis sem hefur einnig hátt verndargildi á svæðisvísu að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Náttúrufræðistofnun Íslands vill vekja athygli á að nýju borsvæðin í heild sinni koma til með að breyta ásýnd lands og valda raski á umtalsvert stærra svæði, innan framkvæmdasvæðisins við Kröflu, en nú er. Stofnunin telur mikilvægt að við fyrirhugaðar framkvæmdir verði verktökum gert ljóst að fara um svæðið með fyllstu gát til að halda í lágmarki gróður- og landslagsskemmdum.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
NI-09002.pdf 7.634Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta