Titill: | Aldurshlutföll í rjúpnaveiði 2005Aldurshlutföll í rjúpnaveiði 2005 |
Höfundur: | Ólafur Karl Nielsen 1954 ; Umhverfisráðuneytið |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/4177 |
Útgefandi: | Náttúrufræðistofnun Íslands |
Útgáfa: | 05.2006 |
Ritröð: | Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-06003 |
Efnisorð: | Rjúpa; Orraætt; Fuglar; Aldursgreiningar; Ísland |
ISSN: | 1670-0120 |
Tungumál: | Íslenska |
Tengd vefsíðuslóð: | http://utgafa.ni.is/skyrslur/2006/NI-06003.pdf |
Tegund: | Skýrsla |
Gegnir ID: | 991003104579706886 |
Athugasemdir: | Unnið fyrir Umhverfisráðuneytið Myndefni: myndir, kort, línurit, tafla |
Útdráttur: | Einn þáttur í vöktun rjúpnastofnsins er að meta aldurshlutföll á veiðitíma. Þessi hlutföll eru talin hafa spágildi um stofnbreytingar og eins eru þau notuð til að rannsaka lýðfræði stofnsins. Aldurshlutföll voru metin á veiðitíma árið 2005 (15. október til 30. nóvember). Samtals sendu 125 veiðimenn inn vængi af 4602 rjúpum sem greindar voru til aldurs. Hlutfall ungfugla í veiðinni var 70%. Mikill munur var á landshlutum, á Suðurlandi og Suðvesturlandi var hlutfall ungfugla hátt (um 80%) en annars staðar mun lægra (64-72%). Heildarhlutfall ungfugla fyrir landið allt reyndist nokkru lægra en það hlutfall sem miðað var við í veiðiráðgjöf 2005 og því var ráðlögð veiði ofmetin um 15.000 fugla. Ekki er vitað hvað olli viðkomubrestinum 2005. Rannsóknir á Norðausturlandi (1981-2003) hafa sýnt að gott samband er á milli tíðarfars í júní og júlí og afkomu unganna. Nefnd eru þrjú atriði til að bæta vöktun rjúpunnar og veiðiráðgjöf:
• Skipta veiðinni eftir landshlutum og hafa 500-1000 vængi til aldursgreiningar úr hverjum landshluta. Stækka þann hóp sem sendir inn vængi upp í 200-250 manns. • Endurskoða þau mörk sem notuð eru af Umhverfisstofnun við skiptingu landsins í veiðisvæði. • Meta viðkomu rjúpunnar síðsumars í öllum landshlutum. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
NI-06003.pdf | 856.1Kb |
Skoða/ |