#

Jarðhitakort af Íslandi og gagnasafn um jarðhita

Skoða fulla færslu

Titill: Jarðhitakort af Íslandi og gagnasafn um jarðhitaJarðhitakort af Íslandi og gagnasafn um jarðhita
Höfundur: Helgi Torfason 1949 ; Orkustofnun
URI: http://hdl.handle.net/10802/4089
Útgefandi: Orkustofnun; Náttúrufræðistofnun Íslands
Útgáfa: 12.2003
Ritröð: Náttúrufræðistofnun Íslands., Skýrslur ; NÍ-03016
Efnisorð: Jarðhiti; Jarðfræði; Gagnasöfn; Ísland
ISSN: 1670-0120
ISBN: 9789979681434
9979681438 (ób.)
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.os.is/gogn/Skyrslur/OS-2003/OS-2003-062.pdf
http://utgafa.ni.is/skyrslur/2003/NI-03016.pdf
Tegund: Skýrsla
Gegnir ID: 991000936009706886
Athugasemdir: Unnið fyrir OrkustofnunMyndefni: myndir, kort, töflur
Útdráttur: Jarðhita á Íslandi hefur margoft verið lýst í skýrslum og greinum. Samantektir yfir dreifingu jarðhita eru einnig margar. Hér er hins vegar sett saman gagnasafn um jarðhita og það tengt við legu jarðhitastaða og svæða í náttúrunni. Gagnasafnið er í tveimur hlutum, annars vegar eru upplýsingar í töflum um hita, rennsli og annað sem tengist jarðhitanum og hins vegar er staðsetning jarðhitans gefin upp í hnitum þannig að unnt er að teikna kort með þar til gerðum forritum, ArcView (ArcInfo, ArcGis).

Til að unnt sé að setja gögn um jarðhita skipulega inn í skrá (þrepaskipt gögn) hefur orðið að skilgreina jarðhitastaði og flokka á ákveðinn hátt. Þar sem jarðhiti er fyrir hendi er yfirleitt fleiri en ein uppspretta á tilteknu svæði. Hér er farin sú leið að uppsprettur á svæði með um 50 m radíus eru teknar saman í svonefndar þyrpingar og eru þyrping einskonar grunneining í töflum sem fylgja þessari skýrslu og grunnur fyrir jarðhitakortið. Þyrpingar eru miðaðar við kort í kvarða 1:50.000. Til að geta sýnt jarðhita á skýran hátt á kortum í kvarða 1:500.000 þarf að sameina þyrpingar í s.n. reiti. Reitur tekur yfir allar þyrpingar sem eru innan flatar með radíus um 500 m.

Þessi skýrsla fjallar um reiti, en slík skipting (hringur með um 500 m radíus) fellur vel að korti af öllu landinu í mælikvarða 1:500.000.

Númerakerfi það sem notað er fyrir reiti og þyrpingar í þessari skýrslu byggir á skiptingu landsins í kjördæmi eins og þau voru fram til árins 2003. Reitir eru númeraðir með fjögurra stafa tölu á þann hátt að reitir sem hafa 2 (2000, 2001…) sem fyrsta staf í fjögurra stafa tölu eru allir á suðvesturhorni landsins, Vesturland byrjar á 3, Vestfirðir á 4 o.s.frv. Númer reita eru þannig miðuð við númer kjördæma eins og þau voru til ársins 2003. Reitir sem byrja á 9 (9001, 9002…) eru utan kjördæma, þ.e. á hafsbotni undan ströndum landsins (utan netalaga). Þyrpingar fá tvo tölustafi til viðbótar við reitanúmerið, t.d. 2000.01, 2000.02 og nær slíkt númerakerfi yfir allan jarðhita á landi og á sjávarbotni.

Þess er óskað að leiðréttingum og/eða viðbótarupplýsingum er varða jarðhita á landi eða í sjó verið komið á framfæri við höfund þessarar skýrslu á Náttúrufræðistofnun Íslands (netfang: heto@ni.is).


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
OS-2003-062.pdf 43.48Mb PDF Skoða/Opna
NI-03016.pdf 43.48Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta