Titill:
|
8-tíu 1 : Kennsluleiðbeiningar8-tíu 1 : Kennsluleiðbeiningar |
Höfundur:
|
Guðbjörg Pálsdóttir 1956
;
Guðný Helga Gunnarsdóttir 1952
|
URI:
|
http://hdl.handle.net/10802/3600
|
Útgefandi:
|
Námsgagnastofnun
|
Útgáfa:
|
07.09.2006 |
Efnisorð:
|
Stærðfræði; Stærðfræðikennsla; Kennslugögn; Kennslubækur
|
Tungumál:
|
Íslenska
|
Tengd vefsíðuslóð:
|
http://www.nams.is/atta-tiu/atta_tiu_klb.pdf
|
Tegund:
|
Bók |
Athugasemdir:
|
[ÚR INNGANGI]
Að kenna stærðfræði á unglingastigi er áhugavert starf. Mörg viðfangsefni stærðfræðinnar eru grípandi og ættu því geta fangað hugi nemenda, opnað augu þeirra fyrir nýjum víddum og hjálpað þeim að sjá umhverfi sitt í nýju ljósi. Það er fátt meira gefandi en að sjá unglinga í hrókasamræðum þar sem þeir eru að kafa í viðfangsefni eða eru djúpt hugsi í glímunni við að bæta skilning sinn á einhverju atriði. Unglingar eru oft mjög leitandi og því opnir fyrir að prófa nýja hluti. Þeir þurfa því að fá bæði félagslega og vitsmunalega ögrun sem leiðir þá á nýjar slóðir. Margir unglingar hafa náð nokkru valdi á óhlutbundinni hugsun og þarf að taka mið af því við skipulagningu náms. Áfram þurfa nemendur stuðning við að tengja nýja umfjöllun við fyrri þekkingu og mikla áherslu þarf að leggja á að verkefni séu merkingarbær fyrir nemendur. |