#

Breytt fiskveiðistjórnun : fortíðarþrá eða framtíðarhagkvæmni?

Skoða fulla færslu

Titill: Breytt fiskveiðistjórnun : fortíðarþrá eða framtíðarhagkvæmni?Breytt fiskveiðistjórnun : fortíðarþrá eða framtíðarhagkvæmni?
URI: http://hdl.handle.net/10802/3518
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands
Útgáfa: 23.06.2011
Ritröð: Skoðun Viðskiptaráðs ;
Efnisorð: Fiskveiðistjórnun; Lagasetning
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is/files/Skodun_sjavarutvegur_69646312.pdf
Tegund: Smáprent
Útdráttur: Fyrir skemmstu samþykkti Alþingi frumvarp sem fól í sér breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, en gert er ráð fyrir að annað frumvarp af sama meiði verði samþykkt nú í haust. Í báðum þessum frumvörpum er að finna grundvallarbreytingar á því kerfi sem hér hefur verið mótað í tæpa þrjá áratugi, en meðal breytinga má nefna skerðingu aflahlutdeildar, takmarkanir á framsali aflaheimilda og upptöku nýtingarleyfa til takmarkaðs tíma. Breytingarnar fela einnig í sér hækkun veiðigjalds, bann við veðsetningu á aflahlutdeild og tilkomu sérstaks kvótaþings.

Í rökstuðningi við fyrirhugaðar breytingar hafa ráðamenn gjarnan borið við réttlæti og sanngirni. Markmiðið er öðrum þræði að vinda ofan af, að margra mati, óréttlátri upphaflegri úthlutun kvótans árið 1984. Á sama tíma hafa fylgismenn breytinganna að hluta til misst sjónar á ástæðum þess að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið upp. Við það aukast líkur á að rangar ákvarðanir verði teknar um stefnu til framtíðar.

Ljóst er af viðbrögðum fagaðila að fyrirætlanir stjórnvalda eru gallaðar og fela í sér óhagræði sem rýrir ávinning samfélagsins af útveginum. Auðlindir sjávar eru takmarkaðar og því er mikilvægt að þær séu vel nýttar. Íslendingar hafa ekki efni á öðru fyrirkomulagi fiskveiða en því sem stuðlar að hámörkun ávinnings af fiskistofnum. Þetta er forsenda sem þarf meira vægi í umræðu um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi.

Þó er ljóst að fiskveiðistjórnunarkerfið er ekki gallalaust. Eins og í öllum kerfum er nauðsynlegt að huga stöðugt að endurbótum sem geta leitt til frekari hagkvæmni. Fyrirætlanir um byltingu kerfisins eru hins vegar ábyrgðarlausar, sérstaklega þegar ekki liggur fyrir að eftir breytingar verði fiskveiðistjórnunarkerfið í það minnsta jafn hagkvæmt og það sem breyta skal.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skodun_sjavarutvegur_69646312.pdf 210.7Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta