#

Neysluskattar komnir á síðasta söludag

Skoða fulla færslu

Titill: Neysluskattar komnir á síðasta söludagNeysluskattar komnir á síðasta söludag
URI: http://hdl.handle.net/10802/3492
Útgefandi: Viðskiptaráð Íslands
Útgáfa: 13.12.2012
Ritröð: Skoðun Viðskiptaráðs ;
Efnisorð: Skattar
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: http://www.vi.is/files/2012.12.12-Skodun-neysluskattar_1257937347.pdf
Tegund: Smáprent
Útdráttur: Fjölmargar breytingar á skattkerfinu hafa átt sér stað á undanförnum árum og frekari tekjuöflun er áætluð í fjárlögum næsta árs. Á meðan deilt hefur verið um hagkvæmni þeirra standa óskilvirkustu hlutar kerfisins nær óhreyfðir. Tollar og vörugjöld eru margfalt hærri en í nágrannalöndunum, virðisaukaskattur hérlendis mismunar atvinnugreinum og neysluskattar í heild eru óskilvirkir á alþjóðlegan mælikvarða.

Einn stærsti dragbítur hagvaxtar hérlendis er skortur á opnanleika hagkerfisins, sem dregur úr alþjóðaviðskiptum og hindrar aukna samkeppni á innlendum mörkuðum, eins og bent var á í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey. Háir tollar, vörugjöld og almennt þrep virðisaukaskatts vega þungt í því samhengi. Ennfremur er beinn kostnaður neytenda í formi velferðartaps verulegur við núverandi fyrirkomulag.

Endurskoða þarf neysluskatta hérlendis til að opna hagkerfið og draga úr velferðartapi ríkjandi fyrirkomulags. Leggja þarf niður tolla og vörugjöld, breikka skattstofn virðisaukaskatts með afnámi undanþága og sameiningu skattþrepa og lækka samhliða því almenna hlutfallið. Slíkar umbætur myndu auka alþjóðaviðskipti, bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja og vænka kjör neytenda án skerðingar á skatttekjum hins opinbera.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
2012.12.12-Skodun-neysluskattar_1257937347.pdf 166.4Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta