dc.date.accessioned | 2013-08-26T15:06:11Z | |
dc.date.available | 2013-08-26T15:06:11Z | |
dc.date.issued | 2001 | |
dc.identifier.uri | http://hdl.handle.net/10802/3362 | |
dc.description.abstract | Helstu niðurstöður könnunar samkeppnisyfirvalda á eigna- og stjórnunartengslum í íslensku atvinnulífi eru:
1. - Lítil tengsl eru milli eignar og valds. Stjórnarmenn og stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins eiga sjálfir lítinn eða engan hlut í þeim fyrirtækjum sem þeir eru í forsvari fyrir. Eignarhaldið sjálft hefur þróast þannig að stærstu eigendur eiga stærri hlut 1999 en þeir áttu 1993. Aukinn hlutur lífeyrissjóða í atvinnulífinu og dreifð sala hluta til almennings hefur dregið úr tengslum milli eignar og valds. 2. - Fákeppni er áberandi í íslensku atvinnulífi. Eitt til fjögur fyrirtæki eru iðulega leiðandi á mörkuðunum. Þessi niðurstaða á við í enn ríkara mæli 1999 en 1993 vegna meiri samþjöppunar innan markaða og milli markaða. 3. - Áhrif ríkisins í atvinnulífinu eru mikil og margvísleg. Áhrif ríkisins í atvinnulífinu byggja að hluta á umsvifum samfara vel á annað hundrað milljarða króna eignarhluta í atvinnufyrirtækjum, að hluta á valdi til að úthluta takmarkaðri aðstöðu til atvinnurekstrar og að hluta á því að setja atvinnulífinu reglur og líta eftir framkvæmd þeirra. Þrátt fyrir einkavæðingu og sölu á fyrirtækjum ríkisins hefur hlutur ríkisins í atvinnulífinu vaxið að verðgildi og hlutfalli. Helsta skýringin er að fyrirtæki í ríkiseign hafa vaxið og dafnað umfram atvinnulífið í heild. Síðan 1999 hefur þó heldur dregið úr þátttöku ríkisins í atvinnulífinu og virðist að svo muni fram halda á næstu misserum. 4. - Merki eru um að í atvinnulífinu séu “blokkir” fyrirtækja, þar sem fyrirtæki í “blokk” tengjast eigna- og stjórnunarlega. Stærstu fyrirtækin á sviði trygginga, olíuverslunar, flutninga og ferðaþjónustu tengjast með gagnkvæmu eignarhaldi. Stjórnunartengsl eru einnig mikil þar sem sömu aðilar sitja í stjórnum þessara fyrirtækja og veita þeim forystu. Lýsingin hér að framan fyrir árið 1999 er lík lýsingu á stöðunni 1993 en nýjar „blokkir” hafa síðan litið dagsins ljós. Þrjár þeirra eru mest áberandi. Ein er á sviði verslunar en hinar tvær eru í hátæknigreinum. Önnur þeirra er á sviði margmiðlunar með ljósvakafjölmiðlun sem burðarás en hin er í upplýsingaiðnaði þar sem samþjöppun eykst hröðum skrefum. 5. - Eignarhald er ekki eins gagnsætt og skyldi. Fyrirtæki og eigendur þeirra, ekki síst þau sem eru innan „blokkanna”, hafa flutt eignarhluti til innlendra eignarhaldsfélaga sinna. Einnig komu fram vísbendingar um að íslenskir aðilar hafi stofnað eignarhaldsfélög erlendis sem eiga síðan hlut í íslenskum fyrirtækjum. Þessi eignarhaldsfélög eru utan lögsögu íslenskra stjórnvalda og ýmsum annmörkum háð að afla upplýsinga um eigendur þeirra. |
is |
dc.language.iso | is | |
dc.publisher | Samkeppnisstofnun | is |
dc.subject | Samkeppni í viðskiptum | is |
dc.subject | Fjármálaupplýsingar | is |
dc.subject | Markaðshagkerfi | is |
dc.subject | Eignarhald | is |
dc.title | Stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi | is |
dc.type | Skýrsla | is |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða | Lýsing |
---|---|---|---|---|
Formali.pdf | 8.369Kb |
Skoða/ |
Formáli | |
Kafli1.pdf | 148.4Kb |
Skoða/ |
Kafli. 1 | |
Kafli2.pdf | 2.888Mb |
Skoða/ |
Kafli 2. | |
Kafli3a.pdf | 2.984Mb |
Skoða/ |
Kafli 3. | |
Kafli3b.pdf | 3.366Mb |
Skoða/ |
Kafli 3. frh. |