#

Hagur landbúnaðarins

Skoða venjulega færslu

dc.date.accessioned 2013-08-20T17:32:56Z
dc.date.available 2013-08-20T17:32:56Z
dc.date.issued 2009
dc.identifier.issn 1019 - 1054
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/3316
dc.description Ritið Hagur landbúnaðarins fjallar um landbúnaðinn og lýsir í stórum dráttum umfangi hans, þróun og stöðu í flestum greinum. Útgáfan 2009 er 7. útgáfa ritsins frá upphafi, en fyrsta útgáfa þess kom út árið 1994. Í lögum um Hagþjónustu landbúnaðarins nr. 63/1989 er kveðið á um hlutverk stofnunarinnar varðandi söfnun og útgáfu á hagtölum í landbúnaði. Þessu verkefni er sinnt á þrennan hátt, þ.e. með útgáfu árlegrar skýrslu um uppgjör búreikninga í nautgripa- og sauðfjárrækt, með útgáfu upplýsinga um afkomu samkvæmt uppgjöri ársreikninga fyrir hrossabú, loðdýrabú, svínabú, eggjabú, kjúklingabú, blómabú, grænmetis-/plöntubú og kartöflubú og í þessu riti, Hag landbúnaðarins, sem flokkast sem yfirlitsrit um atvinnuveginn og er jafnframt ætlað að veita upplýsingar um þróun hans og stöðu hverju sinni.

1.1 Efnistök
Skýrslan skiptist alls í tólf kafla að inngangi meðtöldum. Dregnar eru fram ýmsar tölulegar upplýsingar um landbúnaðinn og ná þær flestar fram til ársins 2007. Nokkuð er misjafnt hversu langt aftur í tímann var farið við öflun upplýsinga. Í hverjum kafla er tekinn fyrir ákveðinn málaflokkur. Í fyrstu þremur köflunum er fjallað um landið, gróðurfar þess, fjölda lögbýla, eignarhald jarða og um vinnuafl í landbúnaði. Í næstu fjórum köflum er vikið að fjármunamyndun og þjóðarauði í landbúnaði, fjölda búfjár og skiptingu þess eftir landshlutum og loks notkun á ýmsum aðföngum við búvöruframleiðsluna. Þá er í áttunda kafla fjallað um framleiðslu búvara og framleiðsluverðmæti. Í níunda kafla er gerð grein fyrir verðlagningu afurðanna og þróun á verði ýmissa aðfanga og afurða. Í tíunda kafla er fjallað um opinber afskipti af landbúnaðinum þ.m.t. framleiðslustjórn og fjárveitingar til ýmissa málaflokka hans. Í ellefta kafla er tekið saman stutt yfirlit yfir opinberan stuðning við landbúnað á Íslandi eins og hann er metinn samkvæmt aðferðum OECD. Loks er í tólfta kafla yfirlit yfir afkomu í landbúnaði árin 2001-2007 samkvæmt uppgjöri búreikninga.

1.2 Yfirlit
Landbúnaður á Íslandi byggir að verulegu leyti á grasnytjum. Af heildarflatarmáli Íslands eru 52.389 km2 eða 50,7% gróið land. Þann 31.desember 2007 voru skráð 4.290 lögbýli í byggð í landinu. Auk þeirra voru skráðar eyðijarðir 2.243. Árið 2007 var búskapur með kýr skráður á 789 jörðum og á 2.042 jörðum var skráður búskapur með kindur. Á hluta búanna er báðar þessar búfjártegundir að finna og því endurspegla þessar tölur ekki fjölda framleiðenda. Árið 2007 voru bændur með kýr og/eða sauðfé 2.544 talsins. Mjólkurinnleggjendur voru 777 árið 2007 og 2.525 aðilar seldu kindakjöt. Um 39% þeirra, sem leggja inn afurðir af sauðfé, voru eldri en 55 ára árið 2007 og komu um 32,5% af framleiðslunni frá þessum framleiðendum. Af mjólkurinnleggjendum voru 27% yfir 55 ára aldri og framleiddu þeir um 19% af allri mjólk. Tölur um fjölda búfjár er að finna fyrir árin 1997-2007. Á þessu tímabili hafa tölur um fjölda sauðfjár sveiflast en eru 455 þúsund fjár haustið 2007. Flest var fé á fóðrum veturinn 1998-1999, 490 þúsund fjár. Kúm hefur fækkað á þessum árum en haustið 2007 voru 26.048 kýr í landinu. Heildarfjöldi nautgripa var 70.660 og fækkaði mjólkurkúm og geldneytum á tímabilinu. Hrossum fækkaði á tímabilinu og voru rúmlega 77 þúsund haustið 2007, en útflutningur reiðhrossa hefur aukist mikið hin síðari ár. Fjölgun virðist þó vera á fjölda hrossa í kaupstöðum. Þá fjölgaði svínum nokkuð og er það í samræmi við vaxandi neyslu á svínakjöti. Fjöldi alifugla, refa og minka hefur hins vegar sveiflast nokkuð milli ára. Árið 2005 var áætlað að starfandi í landbúnaði væru 3.998 manns.

Árleg neysla kjöts á íbúa jókst á árunum 1997 til 2007 um 18,3 kíló. Mest munar um aukningu í neyslu á svínakjöti og alifuglakjöti. Á sama tíma hefur neysla á lambakjöti dregist saman. Samkvæmt rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna frá 2005-2007 eru 2,5% af útgjöldum heimilanna í landinu vegna kaupa á kjöti og kjötvörum. Þetta hlutfall hafði lækkað lítillega frá rannsókn sem gerð var árin 2004-2006 þegar það var 2,8%. Samsvarandi könnun sem gerð var 1995 sýndi að 3,5% útgjalda fór til kaupa á kjötvörum. Sömu sögu er að segja af mjólkurafurðum og eggjum en þar hafði hlutdeildin lækkað úr 2,8% á árinu 2002 í 1,9% árin 2005-2007. Árin 2005-2007 voru að meðaltali 11,8% útgjalda vegna matvörukaupa og hafði þetta hlutfall lækkað úr 15,9% frá árinu 2002.

Skoðuð var þróun verðs nokkurra afurða og aðfanga. Verð á afurðum nautgripa og sauðfjár hefur á seinni árum hækkað minna en framfærsluvísitalan. Notkun á kjarnfóðri hefur aukist sem og áburði. En allt kjarnfóður fyrir jórturdýr hefur verið blandað innanlands síðan 1986. Mest af kjarnfóðri fyrir svín og alifugla er einnig blandað innanlands. Í 11. kafla er fjallað um stuðning við íslenskan landbúnað eins og hann er metinn með reikniaðferðum OECD (PSE-útreikningar).

Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi landbúnaðarins á síðustu árum. Framleiðendum fækkar, bú stækka og framleiðsluaukning er í afurðum. Þá hefur breyting á starfsskilyrðum mjólkurframleiðslu og sauðfjárræktar um framleiðslu, verðlagningu og sölu verið mikil undanfarin ár með tilkomu gæðastýringar í sauðfjárrækt og gripa- og annarra greiðslna í mjólkurframleiðslu.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Hagþjónusta landbúnaðarins is
dc.subject Landbúnaður is
dc.subject Hagtölur is
dc.subject Landbúnaðarafurðir is
dc.title Hagur landbúnaðarins is
dc.type Bók is


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
Yfirlitogkafli1.pdf 52.69Kb PDF Skoða/Opna Yfirlit og kafli 1
Kafli209.pdf 17.88Kb PDF Skoða/Opna Kafli 2.
Kafli309.pdf 34.76Kb PDF Skoða/Opna Kafli 3.
Kafli409.pdf 33.24Kb PDF Skoða/Opna Kafli 4.
Kafli509.pdf 43.63Kb PDF Skoða/Opna Kafli 5.
Kafli609.pdf 84.67Kb PDF Skoða/Opna Kafli 6.
Kafli709.pdf 57.59Kb PDF Skoða/Opna Kafli 7.
Kafli809.pdf 94.83Kb PDF Skoða/Opna Kafli 8.
Kafli909.pdf 58.47Kb PDF Skoða/Opna Kafli 9.
Kafli1009.pdf 195.7Kb PDF Skoða/Opna Kafli 10.
Kafli1109.pdf 28.66Kb PDF Skoða/Opna Kafli 11.
Kafli1209.pdf 78.47Kb PDF Skoða/Opna Kafli 12.

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta