Titill: | Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-2020 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/3308 |
Útgáfa: | 2009 |
Efnisorð: | Sorp; Sveitarfélög; Sorpeyðing; Umhverfisvernd; Úrgangur |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Athugasemdir: | Verkefnisstjórn:
Sorpa bs: Ögmundur Einarsson, fv. framkvæmdastjóri Herdís Sigurjónsdóttir, formaður stjórnar Sorpstöð Suðurlands bs: Guðmundur Tryggvi Ólafsson, framkvæmdastjóri Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf: Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sorpurðun Vesturlands hf: Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs. vann með verkefnisstjórninni við endurskoðun áætlunarinnar. Verkefnisstjórn, ritstjórn og umhverfismat við þessa endurskoðun áætlunarinnar var í höndum sérfræðinga hjá Mannviti hf. verkfræðistofu. |
Útdráttur: | Helstu breytingar frá fyrstu áætluninni sem út kom 2005 eru:
- Stjórnir sorpsamlaganna hafa ákveðið að hætta urðun lífræns og brennanlegs úrgangs eigi síðar en 2020. - Aðferðir við meðhöndlun úrgangs og forgangsröðun þeirra hefur verið ákveðin. - Fyrir liggur hvaða urðunarstaði vilji er til að nota á áætlunartímanum. - Áætlun um aðgerðir til næstu 3ja ára liggur fyrir. - Áætluninni fylgir nú umhverfismat í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat áætlana. Svæðisáætlunin byggir á samantekt og greiningu á magni úrgangs sem meðhöndlaður var af sorpsamlögunum fjórum árið 2006. Niðurstöðurnar eru að á árinu 2006 var þekkt magn úrgangs alls um 357 þúsund tonn. Þar af var lífrænn úrgangur um 200 þúsund tonn, eða rétt um 56%. Af heildarmagninu komu um 50 þúsund tonn frá reglubundinni söfnun heimilissorps eða 14%. Um 173 þúsund tonn tókst að endurheimta til endurnotkunar eða endurnýtingar en um 183 þúsundum tonna var fargað með urðun eða brennslu. Vinnan við samantekt á magni úrgangs leiddi í ljós að nokkuð vantar á að fyrir hendi sé fullnægjandi vitneskja um magn úrgangs, uppruna hans, flæði og meðhöndlun, enda eru ekki ákvæði um upplýsingaskyldu í starfsleyfum þeirra aðila sem stunda úrgangsmeðhöndlun og fá leyfi sín hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga. Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum er áætlunin háð umhverfismati áætlana. Áætlunin er unnin á grundvelli laga sem miða að því að breyting verði á meðhöndlun úrgangs og er því ekki fjallað um núll kost. Útfærsla stefnu svæðisáætlunarinnar mun hugsanlega leiða af sér framkvæmdir sem eru háðar mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og ef til kemur, verða áhrif þeirra á umhverfið metin. Frá því að fyrsta svæðisáætlunin var samþykkt árið 2005 hefur verið unnið að því að velja leiðir til meðhöndlunar úrgangs og hentug athafnasvæði á starfssvæði sorpsamlaganna fyrir meðhöndlun úrgangs og urðun. Þær tillögur sem settar eru fram í svæðisáætluninni miða að því að ná þeim markmiðum sem sett eru í lögum um meðhöndlun úrgangs og landsáætlun Umhverfisstofnunar um meðhöndlun úrgangs fyrir tímabilið 2004-2016. Jafnframt miða tillögurnar að því að uppfylla þá stefnu sorpsamlaganna að eftir 2020 verði engin lífræn eða brennanleg efni urðuð á starfssvæði samlaganna. Tillögurnar fela í sér blandaða lausn. Stefnt er að því að draga úr myndun úrgangs í starfsemi sveitarfélaganna, auka endurnýtingu og endurnotkun, en meðhöndla lífrænan úrgang með umhverfisvænum og hagkvæmum gas- og jarðgerðarstöðvum eins og fært er. Talið er að þessar aðgerðir nægi til að ná markmiðum landsáætlunar fram yfir 2020. Jafnframt felst í stefnunni að framleiða brenni eða brenna brennanlegum úrgangi til að nýta orkuna í stað orku úr innfluttu jarðefnaeldsneyti og til að auka nýtingu urðunarstaða. Fyrirhugað er að sem fyrst rísi gasgerðarstöð í Álfsnesi, Reykjavík. Það ræðst af hagkvæmniathugun og reynslunni af þeirri stöð hvort byggðar verði gas- eða jarðgerðarstöðvar á öðrum svæðum. Það er talið hafa jákvæð áhrif að sveitarfélög vinni að því að finna framtíðarlausn á meðhöndlun úrgangs í samræmi við skyldur sínar og hlutverk. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
2009.11.11.undi ... gafa_af_svaedisaaetlun.pdf | 7.446Mb |
Skoða/ |