#

Byggðarlög í sókn og vörn : Suðurland

Skoða fulla færslu

Titill: Byggðarlög í sókn og vörn : SuðurlandByggðarlög í sókn og vörn : Suðurland
Höfundur: Halldór V. Kristjánsson 1946 ; Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir 1956
URI: http://hdl.handle.net/10802/3276
Útgefandi: Byggðastofnun
Útgáfa: 08.2004
Efnisorð: Byggðaþróun; Atvinnulíf; Suðurland
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Hér er fjallað um 11 þéttbýlisstaði í níu sveitarfélögum á Suðurlandi. Sveitar-félögin eru Árborg, sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Hrunamanna-hreppur, Vestmannaeyjabær, Rangár-þing ytra og eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Þéttbýlisstaðirnir sem um er rætt eru Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri (Árborg), Hveragerði, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjar, Flúðir, Hvolsvöllur, Hella, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur. Byggt er á viðtölum við bæjar- og sveitarstjóra þessara sveitarfélaga og niðurstöðum úr spurningakönnun sem þeir svöruðu. Viðmælendur voru eftirtaldir: Einar Njálsson sveitarstjóri sveitarfélagsins Árborgar, Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri sveitar-félagsins Ölfuss, Orri Hlöðversson bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Hruna-mannahrepps, Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Guð-mundur Ingi Gunnlaugsson sveitar-stjóri Rangárþings ytra, Ágúst Ingi Ólafsson sveitarstjóri Rangárþings eystra, Sveinn Pálsson sveitarstjóri Mýrdalshrepps og Gunnsteinn R. Ómarsson sveitarsstjóri Skaftárhrepps.
Íbúum á Suðurlandi hefur fjölgað frá árinu 1991. Þeir voru 20.642 árið 1991 en 21.553 árið 2003, eða 4,4% fleiri. Á sama tíma hefur íbúum á Íslandi fjölgað úr 259.581 í 290.490 eða um 11,9%. Aldursdreifing íbúa árið 2003 á Suðurlandi sýnir að hlutfallslega töluvert færri íbúar eru í yngsta aldurshópnum, þ.e. 0-4 ára. Íbúafjöldi á Suðurlandi er hlutfallslega meiri í aldurshópnum 5-24 ára en lands-meðaltal. Í aldurshópnum 25-34 ára eru hlutfallslega færri karlar og konur en landsmeðaltal, en þessi aldurshópur virðist frekar safnast saman á höfuðborgarsvæðinu en á lands-byggðinni. Í aldurshópum yfir 50 ára eru hlutfallslega færri karlar en konur á Suðurlandi árið 2003. Á Suðurlandi fjölgaði störfum um 4,8% á árunum 1998 til 2003 þegar þeim fjölgar á landsvísu um 7,0% á sama tímabili. Störfum í frum-vinnslugreinum hefur ekki fækkað eins mikið hlutfallslega á Suðurlandi og á landsvísu á tímabilinu, eða um 7,3% á móti 13,2% á landsvísu. Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað um 32,6% á tímabilinu, þegar þeim hefur fækkað á landsvísu á sama tíma um 20,6%. Störfum í þjónustugreinum á Suður-landi hefur fjölgað um 17,0% á þessu tímabili þegar þeim hefur fjölga um 14,0% á landsvísu á sama tímabili. Störfum í opinberri stjórnsýslu fækkaði á tímabilinu um 6,8%, en fjölgaði á landsvísu á sama tíma um 6,7%. Fjölgun starfa í fræðslustarfsemi og heilbrigðis og félagsþjónustu vegur ekki upp á móti fækkun starfa í iðngreinum og fiskvinnslu.
Birtar eru tölulegar upplýsingar um efnahags- og rekstrarstöðu sveitar-félaga miðað við fjölda íbúa, meðal tekju- og fjárhagsstöðu íbúa ásamt stöðu atvinnulífs, fjölda starfa, fiskvinnslu og afla á Suðurlandi. Þessar upplýsingar taka til landshlutans í heild en ekki til einstakra sveitarfélaga. Í SVÓT-greiningunni er hins vegar fjallað um einstaka þéttbýlisstaði og sveitarfélög. Niðurstaða úr könnun sem gerð var á netinu á eingöngu við um það bæjar- eða sveitarfélag sem viðkomandi bæjar- eða sveitarstjóri starfar fyrir. Því eru tölulegu upplýsingarnar og greiningin ekki byggðar á sama grunni. Hafa ber einnig í huga að erfitt er að alhæfa um landshlutann í heild vegna mismunandi aðstæðna sveitarfélaga.
Í öllum landshlutum eru sveitarfélög þar sem atvinnu- og samfélagsþættir standa ágætlega, eins og fram kemur í könnun sem gerð var á netinu samfara þessari greiningu. Sveitarfélagið Árborg kemur best út af bæjar- og sveitarfélögum á Austurlandi, einnig þótt tekið sé mið af upplýsingum frá öllum landshlutum varðandi atvinnu- og samfélagsþætti. Margir starfsmenn Byggðastofnunar hafa komið að yfirlestri þessarar skýrslu sem ber að þakka, einnig hefur Róbert Jónsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands veitt góðar ábendingar.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Sudurland-001.pdf 286.5Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta