#

Skýrsla nefndar um stöðu og horfur í rækjuiðnaði á Íslandi

Skoða venjulega færslu

dc.date.accessioned 2013-08-13T10:13:56Z
dc.date.available 2013-08-13T10:13:56Z
dc.date.issued 2006-01
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/3266
dc.description Hinn 26. október 2005 skipaði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, nefnd til þess að fjalla um stöðu og horfur í rækjuiðnaði á Íslandi. Nefndinni var ætlað að kanna hvort hægt væri að gera úrbætur á núverandi stöðu.

Í nefndina voru skipaðir Davíð Ólafur Ingimarsson hagfræðingur hjá sjávarútvegsráðuneytinu sem var jafnframt formaður; Ólafur H. Marteinsson framkvæmdastjóri hjá Þormóði ramma - Sæberg og Pétur Grétarsson hagfræðingur hjá Byggðastofnun.

Nefndin kom fyrst saman þann 3. nóvember 2005 og hélt 6 fundi, hinn síðasta 16.janúar 2006. Við upphaf starfsins var hlutverk nefndarinnar afmarkað og nálgun við viðfangsefni hennar rædd. Ákveðið var að nefndin fjallaði um þróun gengisins, almenn rekstrarskilyrði rækjufyrirtækja, horfur í greininni, ríkisstyrki, áhrif á byggðaþróun og að lokum hvernig og hvort ástæða er fyrir hið opinbera til að bregðast við þeirra stöðu sem greinin býr við.

Gagnaöflun nefndarinnar hefur fyrst og fremst lotið að söfnun fyrirliggjandi gagna um þróun mála hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og þróun efnahagsmála. Einnig hefur nefndin safnað fjölda innlendra og erlendra skýrslna um málefnið sem unnar hafa verið að undanförnu. Við þá vinnu hefur verið haft samband við ýmsa sérfræðinga á sviði fjármála og efnahagsmála. Nefndin hefur haft samband við hagsmunaaðila og hópa er láta sig rekstur rækjufyrirtækja varða og fengið athugasemdir frá þeim, m.a. frá rækjufyrirtækjum og Samtökum fiskvinnslustöðva.
is
dc.description.abstract Helstu efnisatriði og tillögur í skýrslunni eru eftirfarandi:
Gengisþróun
• Eins og kunnugt er hefur gengi íslensku krónunnar styrkst mikið á síðustu mánuðum og náði krónan tímabundnu hámarki í byrjun nóvember 2005, þegar gengisvísitalan fór niður í um 100,6. Á síðustu dögum hefur krónan sveiflast lítið og verið í kringum 104 en erfitt er að segja til um það hvenær hún muni veikjast á ný. Greiningardeildir bankanna gera allar ráð fyrir að gengið veikist þegar líða tekur á árið 2006 og verði gengisvísitalan að jafnaði 108-116 á árinu 2006. Fjármálaráðuneytið reiknar með að gengisvísitalan verði að meðaltali 114. Búast má því við erfiðu rekstrarári framundan.
Staða rækjuiðnaðar
• Ástand rækjustofna hefur verið lélegt að undanförnu og er rækjuveiði við Ísland nú sú minnsta í 20 ár. Verulegur aflabrestur hefur orðið í úthafsrækjuveiðum og innfjarðarækjuveiði er nú engin. Ómögulegt er að segja til um hvenær breyting verði til batnaðar í veiðum. Forsenda þess að rækjuiðnaður eigi sér framtíð á Íslandi er að hún fari aftur að veiðast á Íslandsmiðum. Ef Íslendingar þurfa eingöngu að treysta á innflutt hráefni mun staða greinarinnar versna enn frekar.
• Erfiðleikar eru alls staðar í samkeppnislöndum Íslendinga í kaldsjávarrækju. Í samkeppnislöndunum er aðalvandamálið ekki aflasamdráttur eða slök staða rækjustofna heldur lágt verð, óhagstæð gengisþróun og mikil samkeppni í kjölfar aukins framboðs á rækju, sérstaklega frá Kanada.
• Rækjuverksmiðjur verða í auknum mæli að byggja framleiðslu sína á innflutningi á iðnaðarrækju en gera má ráð fyrir samkeppni frá Noregi í þeim efnum. Markaðir eru fyrir hendi en ekki fæst nægilega hátt verð fyrir rækjuna.
• Íslendingar og Grænlendingar búa við tollfrelsi en sú staða er ekki uppi á teningnum hjá Kanadamönnum og Norðmönnum. Almenni tollurinn hjá Norðmönnum er um 7% en um 20% hjá Kanadamönnum. Frá þessu eru undantekningar sem byggjast á því að rækjan fari í framhaldsvinnslu í EB-landi.
Áhrif á byggðaþróun
• Í ársbyrjun 2005 voru 11 rækjuverksmiðjur starfandi á Íslandi en í árslok 2005 voru þær einungis 8. Á sama tíma fækkaði störfum í rækjuvinnslu úr 450 í um 220. Þessi fækkun starfa skapar mikil vandamál í smærri byggðarlögum sem treysta á þennan iðnað. Erfitt getur verið fyrir einstaklinga í smærri byggðum að finna önnur störf innan byggðarlagsins og geta þeir því neyðst til að flytja úr byggðarlaginu.
• Mest eru áhrifin í Súðavík, þar sem 30% starfa í byrjun árs 2005 var í rækjuiðnaði en í lok ársins voru þau engin vegna lokunar rækjuverksmiðja. Í Stykkishólmi voru um 7% starfa í rækjuiðnaði í byrjun árs 2005 en í lok ársins voru þau engin. Þetta leiðir til þess tekjustofnar viðkomandi sveitarfélags minnka verulega. Einnig byggðust um 10% starfa í Hólmavík, 9% starfa á Siglufirði og 6% starfa í Bolungarvík á rækjuvinnslu árið 2004. Töluverðir hagsmunir eru fyrir byggðarlögin að rækjuverksmiðjurnar verði áfram starfandi.
Tillögur nefndarinnar
• Nefndin leggur til að leitað verði leiða til að afnema veiðiskyldu á meðan þetta ástand varir.
• Nefndin leggur til við stjórnvöld að þau endurskoði lög um veiðigjald á þann veg að veiðigjald fyrir rækjufyrirtæki verði afnumið tímabundið.
• Nefndin leggst gegn því að veita almenna styrki til rækjufyrirtækja.
• Tveir af þremur nefndarmönnum, þeir Ólafur Marteinsson og Pétur Grétarsson, leggja til að úthafsrækjuútgerð sitji við sama borð og aðrar greinar sjávarútvegs, s.s. veiðar á hörpudiski og innfjarðarækju, þegar úthlutað er bótum vegna aflabrests samkvæmt 9 gr. laga um stjórn fiskveiða. Formaður nefndarinnar og fulltrúi sjávarútvegsráðuneytisins í nefndinni, Davíð Ólafur Ingimarsson, telur að ekki sé tímabært að taka afstöðu til þessa máls að svo stöddu.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Byggðastofnun is
dc.subject Sjávarútvegur is
dc.subject Rækjuveiðar is
dc.subject Rækjuvinnsla is
dc.title Skýrsla nefndar um stöðu og horfur í rækjuiðnaði á Íslandi is
dc.type Skýrsla is


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Skyrsla_horfur_i_rakjuidnadi_a_Islandi.pdf 158.5Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta