#

Sjávarútvegur í byggðarlögum utan Vestfjarða

Skoða fulla færslu

Titill: Sjávarútvegur í byggðarlögum utan VestfjarðaSjávarútvegur í byggðarlögum utan Vestfjarða
URI: http://hdl.handle.net/10802/3265
Útgefandi: Byggðastofnun
Útgáfa: 10.1994
Efnisorð: Sjávarútvegur; Dreifbýli
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Athugasemdir: Þegar ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til laga um aðgerðir á Vestfjörðum kom fram í greinargerð með frumvarpinu að Byggðastofnun yrði falið að kanna hvort vera kynni að annars staðar á landinu væri um að ræða sambærilega stöðu og þar. Í greinargerðinni stendur:

...beinir ríkisstjórnin því til Byggðastofnunar að gera úttekt á byggð-arlögum, sem kunna að hafa orðið fyrir sambærilegum samdrætti í aflaheimildum, búa við áþekka einhæfni atvinnulífs og einangrun og vinna að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða með sameiningu sveitarfélaga.

Í þessari greinargerð verður fjallað um þessi afmörkuðu atriði. Um almenna umfjöllun um samanburð kjördæma er vísað til fyrri skýrslu Byggðastofnunar.
Af upphaflegri skýrslu stofnunarinnar var ljóst að ekkert heilt kjördæmi býr við sambærilegar aðstæður og á Vestfjörðum. Þess vegna hefur sú athugun sem stofnunin hefur framkvæmt beinst að minni svæðum, það er einstökum atvinnusvæðum.

Þegar einstök landsvæði eru athuguð með tilliti til mikilvægis sjávarútvegs í atvinnulífi koma upp ákveðin samanburðarvandamál sem stafa af því að sums staðar eru þéttbýlisstaðir sérstök sveitarfélög, og þá er sjávar-útvegurinn langstærsta atvinnugreinin, en annars staðar eru nærliggjandi sveitir í sama sveitarfélagi og við það lækkar hlutdeild sjávarútvegs. Þannig er einangrað sjávarþorp sem er sérstakt sveitarfélag alltaf háðara sjávarútvegi samkvæmt tölum um atvinnuskiptingu en þéttbýlisstaður í fjölmennu landbúnaðarhéraði. Í raun og veru getur þó verið lítill munur á yfirgnæfandi mikilvægi sjávarútvegsins fyrir íbúa þéttbýlisstaðanna.

Því til viðbótar þarf að kanna hvort aðrir staðir búa við jafn mikla samgöngulega einangrun og einstök svæði á Vestfjörðum. Þar er átt við að þessi svæði hafi ekki möguleika til þess að bæta sér upp hugsanlegan samdrátt aflaheimilda með því að kaupa afla til vinnslu á fiskmörkuðum, eða miðla hráefni sín í milli með öðrum hætti. Síðasta skilyrðið sem ríkisstjórnin setur er hvort unnið sé að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða með sameiningu sveitarfélaga.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Sjavarutvegur_i_byggdum_utan_vestfjarda.pdf 456.0Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta