Titill: | Skipting fjár úr opinberum sjóðum á milli kvenna og karlaSkipting fjár úr opinberum sjóðum á milli kvenna og karla |
Höfundur: | Sigríður Elín Þórðardóttir 1960 ; Bjarnheiður Jóhannsdóttir 1967 ; Helga Björg Ragnarsdóttir 1973 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/3246 |
Útgefandi: | Byggðastofnun |
Útgáfa: | 12.2003 |
Efnisorð: | Atvinnurekstur; Atvinnulíf; Styrkir; Kyneinkenni; Kynjamismunun |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Athugasemdir: | Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000, er kveðið á um að félagsmálaráðherra skuli leggja fyrir þingið tillögu að framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára. Í grein 3.7 í framkvæmdaáætluninni er eftirfarandi ákvæði:
Skipting fjár úr sjóðum vegna atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Félagsmálaráðherra, í samvinnu við forsætisráðuneytið (Byggðastofnun), fjármálaráðuneytið og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, mun kanna hvernig styrkir til einstaklinga úr opinberum sjóðum sem eyrnamerktir eru atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni hafa skipst á milli kvenna og karla. Byggðastofnun var falið að annast úttektina, erindisbréf barst stofnuninni í mars árið 2002. Úttektin varpar ljósi á það hvernig opinberir styrkir skiptust á milli kvenna og karla úr tilteknum opinberum sjóðum á árunum 1997-2003. Í jafnréttislögum og í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar eru skráðar sérstakar aðgerðir sem ætlað er að koma á jafnri stöðu kynjanna. Með þeim er tekin afstaða gegn kynjaskekkju í stofnunum samfélagsins og þar með hefur ójöfn kynjaskipting styrkþega og nefndarfólks verið skilgreind sem félagslegt ferli sem hægt er að breyta. Þar af leiðandi var það mat skýrsluhöfunda að kynbundinn fjöldi umsókna væri ekki mikilvægur þáttur í þessari úttekt. Skýrsluhöfundar vona að úttektin nýtist yfirvöldum og nefndafólki við að vinna að samþættingu jafnréttissjónarmiða í íslenska sjóða- og styrkjakerfið. |
Útdráttur: | Nefndir
Árið 1997 voru konur 7% nefndafólks í opinberum sjóðum, en konur voru flestar árin 2000-2001, eða 21%, árið 2002 voru konur 19% móti 81% karla. Ef þróunin verður með líkum hætti næstu árin, þ.e. ef konum í úthlutunarnefndum fjölgar að meðaltali um 10% á fimm ára tímabili, má ætla að hlutfall kvenna og karla í sjóðum sem hér eru til umfjöllunar verði jafnt árið 2018. Byggðastofnun Byggðastofnun úthlutaði 181 styrk til einstaklinga, þar af fengu 35 konur styrki og 143 karlar og í þremur tilvikum voru styrkhafar tveir, karl og kona. Karlar voru tæplega 79% styrkhafa og konur 19%. Styrkirnir námu samtals 61,5 milljónum króna, þar af fengu konur 10 milljónir eða um 16% fjárins og karlar 51,5 milljónir eða 84% fjárins. Að meðaltali voru styrkir til kvenna um 300 þúsund en karlar fengu að meðaltali um 374 þúsund, styrkir til karla voru að meðaltali 20% hærri en til kvenna. Flestar konur fengu styrki vegna verkefna á sviði nýsköpunar og flestir karlar fengu styrki vegna ferðaþjónustuverkefna. Karlar á Vesturlandi fengu meira fjármagn en karlar og konur í öðrum landshlutum og konur á Vestfjörðum fengu meira fjármagn en kynsystur þeirra í öðrum landshlutum. Framleiðnisjóður landbúnaðarins Sjóðurinn greiddi út 161 styrk, samtals rúmlega 174 milljónir króna. Alls fengu 38 konur rúmlega 40 milljónir króna, sem var um 22% fjárins og 122 karlar fengu tæplega 133 milljónir eða um 78% fjárins. Að meðaltali voru styrkir til kvenna 1.052 þúsund krónur en karlar fengu að meðaltali 1.090 þúsund krónur. Á undanförnum árum hefur mest verið um umsóknir til atvinnusköpunar í tengslum við ferðaþjónustu. Tæplega helmingur samþykktra umsókna voru frá búendum á Suðurlandi, eða 72 umsóknir, þar af voru 51 frá körlum og 21 frá konum. Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands Sjóðurinn veitti 41 styrk, samtals tæpar 9 milljónir króna, þar af fengu einstaklingar rúmlega 2,6 milljónir, fyrirtæki rúmlega 2,8 milljónir og opinberar stofnanir og/eða félagasamtök tæplega 3,5 milljónir króna. Átta konur og átta karlar fengu einstaklingsstyrkina. Að meðaltali voru styrkir til kvenna um 188 þúsund krónur en karlar fengu að meðaltali um 137 þúsund krónur, hlutfallslega fengu konur um 28% hærri styrki en karlar. Árið 2003 var úthlutað 4,2 milljónum til 28 einstaklinga þar af voru 19 konur og níu karlar. Námu styrkir til kvenna samtals 2,7 milljónum króna og til karla 1,5 milljónum króna. Að meðaltali voru styrkir til kvenna um 142 þúsund krónur en karlarnir fengu að meðaltali um 166 þúsund krónur, karlar fengu að meðaltali 15% hærri styrki en konur. Kísilgúrsjóður Sjóðurinn veitti 89 styrki, af þeim fengu einstaklingar 17 styrki. Karlar fengu 14 styrki og konur þrjá. Karlar fengu rúmar 4 milljónir króna og konur 850 þúsund krónur. Að meðaltali voru styrkir til kvenna 283 þúsund krónur en styrkir til karla voru að meðaltali 243 þúsund krónur. Konur fengu að meðaltali 14% hærri styrki en karlar. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) Úr Verkefnasjóði var úthlutað 67 styrkjum, þar af fengu einstaklingar 22 styrki, fyrirtæki 36 styrki og níu styrkir voru veittir til opinberra stofnana og/eða félagasamtaka. Samtals námu styrkirnir rúmlega 15 milljónum króna. Styrkir til einstaklinga skiptust þannig, konur fengu samtals 830 þúsund krónur en karlarnir fengu rúmar 3 milljónir króna. Að meðaltali voru styrkir til kvenna 138 þúsund krónur en karlar fengu að meðaltali 197 þúsund krónur. Karlar fengu að meðaltali 30% hærri styrki en konur. Iðnþróunarsjóður Norðurlands vestra Átta karlar og sjö konur fengu samtals 3,2 milljónir króna. Flestir karlarnir fengu styrk vegna verkefna sem tengdust eigin atvinnurekstri um 1,9 milljónir króna. Flestar konur fengu styrk vegna verkefna sem þær voru að vinna fyrir stofnanir og/eða félagasamtök, samtals tæpar 1,4 milljónir króna. Að meðaltali voru styrkir til karla 231 þúsund krónur og konur fengu að meðaltali 195 þúsund krónur. Karlar fengu að meðaltali 16% hærri styrki en konur. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Sjóðurinn ráðstafaði um 285 milljónum króna í margvísleg samstarfs- og stuðningsverkefni. Um 21% fjárins var notað til þess að efla atvinnusköpun kvenna sérstaklega. Eigendur og stjórnendur fyrirtækja og einstaklingar sem fengu styrki úr Vöruþróunar og markaðsdeild árin 2000-2002, voru allt karlar. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
kvennastyrkir.pdf | 606.8Kb |
Skoða/ |