Titill: | Byggðarlög með viðvarandi fólksfækkunByggðarlög með viðvarandi fólksfækkun |
Höfundur: | Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir 1956 ; Halldór V. Kristjánsson 1946 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/3186 |
Útgefandi: | Byggðastofnun |
Útgáfa: | 07.2008 |
Efnisorð: | Fólksfækkun; Byggðastefna; Byggðaþróun |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Athugasemdir: | Þótt víða hafi tekist að snúa vörn í sókn í byggðamálum hefur ýmsum byggðarlögum á landsbyggðinni reynst erfitt að glíma við fólksfækkun, sem sums staðar hefur verið viðvarandi um nokkurt skeið. Staðan hefur verið einna erfiðust hjá byggðarlögum sem liggja það fjarri þéttbýliskjörnum að ekki er hagkvæmt að sækja vinnu þangað og erfitt er um vik að njóta þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Þrátt fyrir að efling landshlutakjarna styrki byggðina umhverfis, dugir hún ekki ein og sér fyrir þá sem fjærst búa. Því er mikilvægt að hugað verði sérstaklega að þessum byggðarlögum. Gerð verður athugun á stöðu byggðarlaga sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun. Styrkleikar þeirra og veikleikar verða metnir og greindir möguleikar til eflingar byggðarlaganna. (Byggðaáætlun 2006-2009). Byggðaáætlun 2006-2009 var samþykkt sem þingsályktun af Alþingi árið 2006. Ein af þeim aðgerðum sem lögð er til í áætluninni nefnist „Athugun á stöðu byggðarlaga sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun“ og er ofangreind tilvitnun úr umfjöllun byggðaáætlunar um þá aðgerð eða verkefni. Byggðastofnun bar ábyrgð á verkefninu samkvæmt byggðaáætlun, í samstarfi við m.a. sveitarfélög, atvinnuþróunarfélög og Impru nýsköpunarmiðstöð. Af hálfu Byggðastofnunar unnu Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Halldór V. Kristjánsson, sérfræðingar á þróunarsviði að þessu verkefni og hófst vinna við það í árslok 2006. Við upphaf verkefnisins var haft samráð við Impru nýsköpunarmiðstöð. Háskóli Íslands, landfræðiskor tók að sér þjónustugreiningu á þeim svæðum sem athuguð voru, en það verkefni unnu nemendur í námskeiðinu „Byggðaþróun og atvinnulíf“ undir stjórn dr. Karls Benediktssonar. Atvinnuþróunarfélögin unnu stöðumat á viðkomandi svæðum, út frá völdum þáttum.
Skilgreining á „viðvarandi fólksfækkun“ er annars vegar út frá tímabili og hins vegar hlutfalli fækkunar. Niðurstaðan varð sú að tímabilið 1996-2006 var lagt til grundvallar vali á svæðum og 15% fækkun íbúa eða meira. Einnig var fækkun á tímabilinu 2001-2006 skoðuð. Ekki var eingöngu miðað við ákveðna hlutfallstölu, heldur aðstæður metnar á hverju svæði fyrir sig og í samráði við atvinnuþróunarfélögin. Í köflum um íbúaþróun er þróun á 15 ára tímabili frá 1991-2006 einnig skoðuð. Ástæður þess að miðað er við 1. desember 2006 er að skýrslan var að mestu unnin á árinu 2007. Íbúafjölda 1. desember 2007 þó getið í kafla um íbúaþróun. Samkvæmt ofangreindri skilgreiningu um „viðvarandi fólksfækkun“ var upplýsinga leitað um 22 sveitarfélög. Flest þeirra eru á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Þetta voru eftirtalin landsvæði og sveitarfélög: Vesturland: Dalabyggð. Vestfirðir: Reykhólahreppur, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð. Norðurland vestra: Blönduósbær, Húnavatnshreppur og Sveitarfélagið Skagaströnd. Norðurland eystra: Fjallabyggð og Norðurþing, Skútustaðahreppur, Aðaldælahreppur, Tjörneshreppur, Þingeyjarsveit, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð. Austurland: Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur. Suðurland: Vestmannaeyjabær og Skaftárhreppur. Ástæður þess að farið er eftir gömlu kjördæmaskipaninni og sveitarfélögum eru m.a. að þær tölur sem unnið er með eru lang oftast settar þannig fram. Vissulega mætti hugsa sér aðrar aðferðir, eins og t.d. svæðaskiptingu eftir atvinnu- og/eða þjónustusvæðum eða öðrum þáttum. T.d. gæti verið eðlilegt að skoða Strandir sem eitt svæði. Einnig hefði verið hugsanlegt að skoða einstök byggðarlög niður fyrir sveitarfélagseininguna, t.d. í Norðurþingi sem er mjög stórt svæði og aðstæður um margt misjafnar eftir því hvar menn eru staddir í sveitarfélaginu. Það var t.d. gert í þjónustugreiningu Háskóla Íslands. Í samstarfi við atvinnuþróunarfélögin var staða hvers svæðis metin út frá völdum þáttum, svo sem atvinnu, þjónustu, menntun o.fl. Eins og fram kemur í byggðaáætlun skyldu greindir möguleikar til eflingar byggðarlaganna sem hér um ræðir. Það var gert með því að leita til sveitarstjórnarmanna í þeim sveitarfélögum sem úttektin náði til. Öll sveitarfélögin, 22 að tölu, voru því heimsótt af starfsmönnum Byggðastofnunar og tekin viðtöl við sveitarstjórnarmenn. Kafli um stöðu og framtíðarmöguleika sveitarfélagsins byggir alfarið á þeim viðtölum. Í skýrslunni er einnig að finna kafla um mögulegar byggðaaðgerðir. Þar eru nokkrar tillögur sem eiga uppruna sinn m.a. í byggðaáætlun eða annarri vinnu sem unnin hefur verið á Byggðastofnun á undanförnum árum. Allir starfsmenn þróunarsviðs og forstjóri komu að vinnslu þessa kafla. Tillögurnar eru almennar, til hagsbóta fyrir landsbyggðina alla, en ekki sértækar tillögur fyrir þau svæði sem skýrslan fjallar um. Slíkar hugmyndir ættu að okkar mati fremur að koma frá heimamönnum sjálfum. Kafli um byggðaaðgerðir segir frá byggðaaðgerðum í nyrstu héruðum Noregs og svæðaáætlun fylkjanna og Innovasjon Norge og þessar aðgerðir bornar saman við mótvægisaðgerðir og vaxtarsamninga. Einnig er fjallað um jöfnun flutningskostnaðar. Í viðauka er kafli um tillögur til eflingar byggðarlaganna sem byggir á viðtölum við sveitarstjórnarmenn, auk þess sem tilgreindar eru tillögur úr vaxtarsamningum og fleiri slíkum gögnum. Skýrslan „Byggð og þjónusta“, sem er athugun á þjónustustigi í völdum byggðarlögum, var unnin sérstaklega vegna þessarar úttektar fyrir Byggðastofnun af landfræðiskor Háskóla Íslands. Hana er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar ásamt þessari skýrslu. Við viljum þakka atvinnuþróunarfélögunum, Impru og Háskóla Íslands fyrir aðstoð og framlag í þessa skýrslu svo og þeim sveitarstjórnarmönnum sem lögðu okkur lið. Sömuleiðis samstarfsfólki á Byggðastofnun sem lagði til efni og ábendingar. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða | Lýsing |
---|---|---|---|---|
Byggdarlog_loka.pdf | 6.366Mb |
Skoða/ |
||
Inngangur.pdf | 410.3Kb |
Skoða/ |
Inngangur | |
Tillogur_og_abendingar.pdf | 301.8Kb |
Skoða/ |
2. Tillögur og ábendingar | |
Helstu_nidurstodur.pdf | 240.0Kb |
Skoða/ |
3. Helstu niðurstöður | |
Dalabyggd.pdf | 616.7Kb |
Skoða/ |
4. Dalabyggð | |
Reykholahreppur.pdf | 566.5Kb |
Skoða/ |
5. Reykhólahreppur | |
Vesturbyggd.pdf | 605.9Kb |
Skoða/ |
6. Vesturbyggð | |
Talknafjardarhreppur.pdf | 567.4Kb |
Skoða/ |
7. Tálknafjarðarhreppur | |
Arneshreppur.pdf | 618.4Kb |
Skoða/ |
8. Árneshreppur | |
Kaldrananeshreppur.pdf | 598.4Kb |
Skoða/ |
9. Kaldrananeshreppur | |
Strandabyggd.pdf | 622.7Kb |
Skoða/ |
10. Strandabyggð | |
Hunavatnshreppur.pdf | 568.9Kb |
Skoða/ |
11. Húnavatnshreppur | |
Blonduosbaer.pdf | 561.5Kb |
Skoða/ |
12. Blónduósbær | |
Svf_Skagastrond.pdf | 565.0Kb |
Skoða/ |
13. Skagaströnd | |
Fjallabyggd.pdf | 608.7Kb |
Skoða/ |
14. Fjallabyggð | |
Thingeyjarsveit.pdf | 564.2Kb |
Skoða/ |
15. Þingeyjarsveit | |
Adaldaelahreppur.pdf | 563.0Kb |
Skoða/ |
16. Aðaldælahreppur | |
Skutustadahreppur.pdf | 579.7Kb |
Skoða/ |
17. Skútustaðahreppur | |
Nordurthing.pdf | 615.6Kb |
Skoða/ |
18. Norðurþing | |
Tjorneshreppur.pdf | 560.6Kb |
Skoða/ |
19. Tjörneshreppur | |
Svalbardshreppur.pdf | 563.3Kb |
Skoða/ |
20. Svalbarðshreppur | |
Langanesbyggd.pdf | 562.8Kb |
Skoða/ |
21. Langanesbyggð | |
Breiddalshreppur.pdf | 617.0Kb |
Skoða/ |
22. Breiðdalshreppur | |
Djupavogshreppur.pdf | 569.7Kb |
Skoða/ |
23. Djúpavogshreppur | |
Skaftarhreppur.pdf | 610.6Kb |
Skoða/ |
24. Skaftárhreppur | |
Vestmannaeyjar.pdf | 610.7Kb |
Skoða/ |
25. Vestmannaeyjabær | |
Samantekt.pdf | 624.8Kb |
Skoða/ |
Samantekt | |
Yfirlit_nokkurra_byggdaadgerda.pdf | 419.7Kb |
Skoða/ |
Yfirlit nokkurra byggðaaðgerða á Íslandi og í Noregi | |
Verkefnahugmyndir.pdf | 448.6Kb |
Skoða/ |
Verkefnahugmyndir úr skýrslunni og vaxtarsamningum |