#

Hagræðingaraðgerðir á erfiðleikatímum

Skoða venjulega færslu

dc.date.accessioned 2013-07-30T15:52:08Z
dc.date.available 2013-07-30T15:52:08Z
dc.date.issued 2011-10
dc.identifier.uri http://hdl.handle.net/10802/3147
dc.description Þýtt og staðfært: Gunnlaugur A. Júlíusson is
dc.description.abstract Erfitt efnahagsástand hefur haft veruleg áhrif á fjárhag sveitarfélaganna á Íslandi ekki síður en víða í nágrannalöndum okkar. Hérlendis koma áhrif efnahagshrunsins til viðbótar við almenna efnahagslægð. Fall krónunnar, mikil verðbólga um tíma, háir vextir, ásamt almennri lækkun tekna og aukningu útgjalda að raungildi hefur haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu flestra sveitarfélaga. Mörg þeirra þurfa því að takast á við erfiða fjárhagsstöðu. Sveitarstjórnir búa þannig almennt við allt annað fjárhagslegt umhverfi á yfirstandandi kjörtímabili heldur en var til staðar víða um land á því síðasta. Þó má segja að breytingin er minni víða á landsbyggðinni heldur en á þeim svæðum landsins þar sem uppsveiflan var sem kröftugust á árunum 2005-2008. Ríkissjóður býr í sjálfu sér einnig við áþekkar aðstæður. Því mun endurskipulagning og endurreisn á fjárhagsstöðu opinbera geirans vera eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda á komandi árum.
Hvernig munu sveitarfélögin ná að skapa sér fjárhagslegt svigrúm til að geta tekist á við núverandi stöðu og ný verkefni við ríkjandi aðstæður? Það er ákveðin grundvallarspurning. Margt bendir til þess að nauðsynlegt sé að móta skýra stefnu út frá fyrrgreindum forsendum sem fyrst á kjörtímabilinu þannig að unnið sé eftir samræmdri heildarstefnu allt til loka þess. Einnig verður að setja skýr pólitísk stefnumið fyrir það svigrúm sem kemur til með að skapast.
Eftirfarandi samantekt er þýðing og staðfæring á bæklingnum „Handlefrihed i en krisetid – en guide til økonomisk råderum“ sem dönsku sveitarfélagasamtökin -KL- gáfu út í desember 2009. Með þessum bæklingi er gerð tilraun til að beina athyglinni að þeim ákvörðunum sem einstakar sveitarstjórnir þurfa að takast á við undir erfiðum kringumstæðum til að skapa það svigrúm sem er nauðsynlegt til að geta haldið áfram að byggja upp velferð borgaranna hér eftir sem hingað til.
is
dc.language.iso is
dc.publisher Samband íslenskra sveitarfélaga is
dc.subject Bankahrunið 2008 is
dc.subject Sveitarfélög is
dc.subject Fjármál sveitarfélaga is
dc.title Hagræðingaraðgerðir á erfiðleikatímum is
dc.type Skýrsla is


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Adgerdir-a-erfidleikatimum.pdf 457.5Kb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða venjulega færslu

Leita


Fletta