#

Fjárframlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka

Skoða fulla færslu

Titill: Fjárframlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtakaFjárframlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka
Höfundur: Valur Rafn Halldórsson 1987
URI: http://hdl.handle.net/10802/3137
Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga
Útgáfa: 2011
Efnisorð: Sveitarfélög; Stjórnmálaflokkar; Fjármál; Sveitarstjórnarkosningar
Tungumál: Íslenska
Tegund: Skýrsla
Útdráttur: Í byrjun árs 2007 tóku gildi lög um fjármál stjórnmálasamtaka, (lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldur þeirra, nr. 162/2006). Tilgangur laganna var að auka traust á stjórnmálastarfsemi og styrkja lýðræðið í landinu.
Samkvæmt fyrrgreindum lögum er sveitarfélögum, sem hafa fleiri en 500 íbúa, skylt að veita stjórnmálasamtökum, sem fá a.m.k. einn fulltrúa í sveitarstjórn eða 5% atkvæða í síðustu kosningum, fjárframlög til starfsemi sinnar. Sveitarstjórnir taka ákvörðun um hvaða fjárhæðum þær veita til þessa verkefnis. Í lögunum er ekki tekið fram hvernig staðið skuli að greiðslu framlaganna.
Breytingar voru gerðar á lögunum árið 2010 og tóku þær gildi í október sama ár. Breytingarnar kveða á um að greiða skuli árlegt framlag til stjórnmálasamtaka. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur heimild til að setja viðmiðunarreglur þar um. Slíkar viðmiðunarreglur um framlög á komandi ári hafa ekki verið settar.
Lögin taka ekki til nýrra framboða en 5. gr. laganna útilokar þó ekki að sveitarstjórn geti styrkt ný framboð líkt og hefur tíðkast í mörgum sveitarfélögum. Með styrkjum frá sveitarfélögunum er verið að gera framboð til sveitarstjórna sjálfstæðari en ella. Slíkir styrkir efla einnig hið staðbundna lýðræði.
Þann 7. febrúar árið 2011 sendi Samband íslenskra sveitarfélaga út spurningalista til sveitarfélaganna. Viðbrögð við könnuninni voru góð. Svarhlutfall var um 84% en alls svöruðu 64 sveitarfélög könnuninni og í þeim sveitarfélögum búa um 95% landsmanna. Aðdragandi hennar var að allnokkur sveitarfélög höfðu haft samband við Samband íslenskra sveitarfélaga um hvernig þau ættu að standa að þessum málum. Markmið könnunarinnar er því að fá yfirlit um það hvernig sveitarfélög standa að því að styrkja stjórnmálasamtök sem bjóða fram til sveitarstjórna.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
fjarframlog_til_stjornmalasamtaka.pdf 1.387Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta