#

Ársskýrsla 2007

Skoða fulla færslu

Titill: Ársskýrsla 2007Ársskýrsla 2007
URI: http://hdl.handle.net/10802/3082
Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga
Útgáfa: 02.2008
Efnisorð: Sveitarstjórnarmál; Sveitarfélög; Sveitarstjórnir
Tungumál: Íslenska
Tegund: Ársskýrsla
Athugasemdir: Alþingiskosningarnar, aðdragandi þeirra og það sem á eftir fylgdi settu ákveðið mark sitt á starfsemi Sambands íslenskra sveitarfélaga á árinu 2007.
Fimm einstaklingar úr stjórn sambandsins náðu kjöri til Alþingis í kosningunum sem fram fóru 12. maí. Í framhaldi þess tóku varamenn þeirra sæti í stjórninni en varamenn þessara nýju aðalmanna í stjórninni verða ekki kosnir fyrr en á landsþingi sambandsins á árinu 2008.
Ný ríkisstjórn var mynduð í framhaldi alþingiskosninganna og tók hún þá ákvörðun að flytja málefni sveitarfélaganna frá félagsmálaráðuneytinu til samgönguráðuneytisins. Sú ákvörðun kom þó ekki til framkvæmda fyrr en við áramótin 2007–2008.
Í aðdraganda myndunar nýrrar ríkisstjórnar sendi sambandið hlutaðeigandi aðilum upplýsingar um áherslur sínar í ýmsum málum er varða sveitarfélögin og samskipti ríkis og sveitarfélaga. Einnig var ráðherrum þeirra ráðuneyta, sem sambandið hefur hvað mest samskipti við, boðið til sérstakra kynningarfunda þar sem farið var yfir helstu áherslur þess í þeim málum sem heyra undir hlutaðeigandi ráðuneyti. Jafnframt var fundað með fleiri ráðherrum ríkisstjórnarinnar.
Á fyrri hluta ársins var, að frumkvæði sambandsins, hafin vinna við endurskoðun á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarmála í samræmi við niðurstöður landsþings sambandsins á árinu 2006. Sú vinna gekk þó hægar en vænst var. Vera kann að ríkisstjórnarskipti og breytingar á verkefnum stjórnarráðsins eigi þar nokkurn hlut að máli.
Í ársskýrslu þessari er langt í frá að fram komi tæmandi upplýsingar um allt það sem fengist var við á vettvangi sambandsins á árinu 2007. Eigi að síður birtist hér nokkuð glöggt yfirlit um helstu þætti starfseminnar á því ári.
Ársskýrslan verður jafnframt birt á upplýsinga og samskiptavef sambandsins, www.samband.is.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
Arsskyrsla 2007.pdf 8.830Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta