#

Þjóðareign : Þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar

Skoða fulla færslu

Titill: Þjóðareign : Þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávarÞjóðareign : Þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar
Höfundur: Davíð Þorláksson 1980 ; Guðrún Gauksdóttir 1963 ; Ragnar Árnason 1949 ; Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson 1960 ; Sigurður Líndal 1931
Ritstjóri: Birgir Tjörvi Pétursson 1972
URI: http://hdl.handle.net/10802/3072
Útgefandi: Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál
Útgáfa: 2007
Efnisorð: Lögfræði; Auðlindahagfræði; Auðlindir; Eignarréttur
ISBN: 978-9979-9761-7-2
Tungumál: Íslenska
Tegund: Bók
Athugasemdir: Í þessu riti birtast ritgerðir eftir höfunda úr ýmsum áttum, um eignarrétt og auðlindir sjávar. Þrjár ritgerðanna, eftir Ragnar Árnason prófessor, Sigurð Líndal prófessor emeritus og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóra, byggja á erindum sem þeir fluttu á málstofu RSE um eignarrétt og auðlindir sjávar í maí 2005. Taka þær að nokkru leyti mið af opinberri umræðu um þessi efni eins og hún var á þeim tíma. Ritgerð Guðrúnar Gauksdóttur dósents hefur birst áður, nánar tiltekið í afmælisriti Guðrúnar Erlendsdóttur sem kom út í maí 2006. Í ritgerð Guðrúnar er fjallað um það hvort aflaheimildir teljist eign samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þótt ritgerðin fjalli þannig ekki með beinum hætti um hugmyndir um stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum sjávar, er umfjöllun hennar mikilvægt framlag til fræðilegrar umræðu um eignarréttarlega stöðu aflaheimilda í sjávarútvegi og lagaleg áhrif hugmynda um sameign þjóðarinnar eða þjóðareign á nytjastofnum sjávar, eins og þær birtast í 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Þá er loks að geta þess að ritgerð Davíðs Þorlákssonar lögfræðings, byggir á kandidatsritgerð hans við lagadeild Háskóla Íslands, sem var á sviði eignarréttar og fjallaði um þjóðareign í íslenskri lögfræði. Stuttu fyrir útgáfu bókarinnar var lagt fram frumvarp til breytinga á stjórnskipunarlögum, þar sem mælt er fyrir um þjóðareign á auðlindum í náttúru Íslands. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpinu kemur glöggt fram að tillagan beinist fyrst og fremst að auðlindum sjávar. Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að ekki hefur gefist ráðrúm til að breyta ritgerðunum í þessu riti til samræmis við frumvarpið eða þá umræðu sem farið hefur fram í þjóðfélaginu vegna þess. Í umfjöllun ritgerðanna um breytingar á stjórnarskránni að þessu leyti, er allnokkuð vikið að hugmyndum svonefndrar auðlindanefndar ríkisstjórnarinnar, sem skilaði skýrslu árið 2000, en nefndin gerði tillögu að nýju stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum. Ritstjóra þykir ekki koma að sök að í ritgerðasafninu sé lagt út af tillögu auðlindanefndar en ekki nýju frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Efnislega er um sömu grundvallarálitaefni að ræða, þótt munur sé á tillögunum. Meginsjónarmið ritgerðanna eiga jafn vel við þær aðstæður sem uppi eru á útgáfutíma bókarinnar eins og þegar þær voru ritaðar.
Ritstjóri kann öllum þeim sem komu að gerð ritsins bestu þakkir.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða
thjodareign-bokrse.pdf 1.968Mb PDF Skoða/Opna

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta