#

Sköpunar- og tæknismiðjur í þremur grunnskólum : framkvæmd og kennslufræði fyrstu skrefin

Skoða fulla færslu

Titill: Sköpunar- og tæknismiðjur í þremur grunnskólum : framkvæmd og kennslufræði fyrstu skrefinSköpunar- og tæknismiðjur í þremur grunnskólum : framkvæmd og kennslufræði fyrstu skrefin
Höfundur: Svanborg Rannveig Jónsdóttir 1953 ; Skúlína Hlíf Kjartansdóttir 1956 ; Svala Jónsdóttir 1957 ; Svava Pétursdóttir 1966 ; Torfi Hjartarson 1961
URI: http://hdl.handle.net/10802/30114
Útgáfa: 2021
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Þróunarverkefni; Sköpunarsmiðjur; Grunnskólar; Kennslufræði; Stafræn tækni
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: https://netla.hi.is/greinar/2021/rynd/09.pdf
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 991012375829706886
Birtist í: Netla 2021
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Samtíminn er fullur af móthverfum sem fela í sér ógnir og tækifæri, álitamál og áskoranir. Nútímasamfélag kallar á skólastarf, þar sem nemendur eru virkir og skapandi þátttakendur, færir um að móta eigið nám. Þessi rannsókn segir frá fyrsta ári af þremur í þróunarverkefni þriggja grunnskóla í Reykjavík um sköpunar- og tæknismiðjur (e. makerspaces). Hún á að auka skilning á hvað þarf til að nýsköpun og hönnun í anda sköpunarsmiðja skjóti rótum í starfi grunnskóla og á hvaða uppeldis- og kennslufræði þar er byggt. Leitast er við að greina hvað helst einkenndi og hafði áhrif á innleiðingu tæknilausna, nemendavinnu og kennsluhátta í þeim anda. Byggt er á eigindlegri nálgun og reynt að fá innsýn í reynslu fólks, viðhorf og hugsun í verkefninu. Rannsóknargögn samanstanda af vettvangsathugunum, viðtölum við skólastjórnendur, verkefnisstjóra og teymi kennara í skólunum þremur, auk styrkumsóknar, upplýsingavefs og síðu Facebook- -hóps. Lýst er hvernig margir þættir spila saman og takast á við framgang verkefnisins ásamt tilraunum kennara á þeim grunni. Ekki síst er athygli beint að hugmyndum um kennslu og eflandi kennslufræði sem þar birtast eða búa að baki. Viðhorf og stuðningur skólastjórnenda, starf verkefnisstjóranna, viðhorf, reynsla og færni kennara, skilningur á verkefninu og mikilvægi þess, skipulag stundaskrár, samtal og samstaða eru þættir sem virðast skipta máli í innleiðingunni en einnig sérstaða einstakra skóla auk hefðar fyrir þemanámi þvert á greinasvið, teymiskennslu og skapandi starfi. Mörg uppbyggileg skref voru stigin á þessu fyrsta ári sem þarf að fylgja eftir með virku samtali og samvirkni þessara þátta.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
09.pdf 1.521Mb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta