#

Sýrlenski nemendur í íslenskum grunnskólum : upplifun nemenda, foreldra og kennara

Skoða fulla færslu

Titill: Sýrlenski nemendur í íslenskum grunnskólum : upplifun nemenda, foreldra og kennaraSýrlenski nemendur í íslenskum grunnskólum : upplifun nemenda, foreldra og kennara
Höfundur: Hermína Gunnþórsdóttir 1966 ; Hariri, Kheirie El 1991 ; Meckl, Markus 1967
URI: http://hdl.handle.net/10802/28904
Útgáfa: 2020
Efnisorð: Ritrýndar greinar; Grunnskólar; Fjölmenning; Flóttamenn; Menntun; Sýrland
Tungumál: Íslenska
Tengd vefsíðuslóð: https://netla.hi.is/greinar/2020/ryn/08.pdf
Tegund: Tímaritsgrein
Gegnir ID: 991012108979706886
Birtist í: Netla 2020
Athugasemdir: Rafræn útgáfa eingöngu
Útdráttur: Árið 2016 tók Ísland á móti hópi sýrlenskra kvótaflóttamanna í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Í þessari eigindlegu rannsókn er upplifun hluta þessa hóps, kennara hans og foreldra, af grunnskólanámi á Íslandi könnuð. Til gagnaöflunar voru notuð hálfstöðluð viðtöl. Þátttakendur voru alls sautján; foreldrar og börn úr þremur fjölskyldum og fimm kennarar, og voru tekin viðtöl einu sinni, vorið 2018. Einstaklingsviðtöl voru tekin við kennara og foreldra en hópviðtöl tekin við nemendur. Þemagreining var notuð við að greina gögnin. Niðurstöður eru kynntar undir þremur meginþemum: (1) Að skilja ný viðmið um nám og kennslu, (2) Hlutverk samskipta og ábyrgð, og (3) Er Ísland hluti af framtíðinni? Þemun þrjú eiga sér sameiginlegan þráð sem ræddur verður sérstaklega en það er menningarmunur sem birtist þó með ólíkum hætti í máli viðmælenda. Niðurstöður benda til þess að menningarleg gildi hafi haft áhrif á menntunarferlið sem varð til þess að samskipti heimilis og skóla urðu ómarkviss. Það leiddi meðal annars til þess að foreldrar báru ekki fullt traust til íslenskra skóla barna sinna. Kennara virtist skorta viðeigandi stuðning og þjálfun til að takast á við aðstæður þessa tiltekna nemendahóps. Þrátt fyrir þetta sögðust nemendur sjálfir vera ánægðir með skólann sinn og eiga í góðu sambandi við kennara sína.


Skrár

Skrá Stærð Skráartegund Skoða Lýsing
08.pdf 375.5Kb PDF Skoða/Opna Heildartexti

Þetta verk birtist í eftirfarandi flokki:

Skoða fulla færslu

Leita


Fletta