Titill: | Kvikmyndasafn Íslands : vetur vor 2009Kvikmyndasafn Íslands : vetur vor 2009 |
Höfundur: | Gunnþóra Halldórsdóttir ; Björn Ægir Norðfjörð 1974 ; Haukur Ingvarsson 1979 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/2830 |
Útgefandi: | Kvikmyndasafn Íslands |
Útgáfa: | 2009 |
Efnisorð: | Sýningarskrár; Kvikmyndasöfn; Kvikmyndasaga |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Smáprent |
Athugasemdir: | Á nýju sýningaári Kvikmyndasafns Íslands, og því sjöunda í röðinni, ber hæst nýtilkomið samstarf
Kvikmyndasafnsins og Háskóla Íslands sem verður með þeim hætti að Kvikmyndasafnið sýnir á almennum sýningum sínum hluta þeirra mynda sem nemendur í kvikmyndafræði kynna sér. Um er að ræða nokkrar kvikmyndir japanskra leikstjóra, þekktra á Vesturlöndum, sem þó hafa ekki allar verið sýndar hér á landi áður. Björn Ægir Norðfjörð aðjunkt í kvikmyndafræði við HÍ skrifar inngangsgrein og texta með japönsku kvikmyndunum en þær eru allar frá sjötta áratugnum sem hann segir vera gullaldarár japanskrar kvikmyndagerðar. Verkefnið er stutt af Japanska sendiráðinu í Reykjavík með beinum fjárframlögum til að útvega fallegar 35 mm sýningakópíur með enskum neðanmálstextum. Styrkurinn er afar mikilvægur svo kynna megi fyrir Íslendingum list frá framandi og fjarlægum slóðum og kann safnið sendiráðinu kærar þakkir fyrir. Haukur Ingvarsson, útvarpsmaðurinn í Víðsjá, þekkir vel til kvikmyndaskáldsins Woody Allen sem hann fjallaði um í sérstökum útvarpsþætti um leikstjórann. Haukur ritar hér inngangsgrein um Allen og þrjár mynda hans sem eru á dagskrá að þessu sinni; The Purple Rose of Cairo, Hannah and Her Sisters og Crimes and Misdemeanors en allar bera myndirnar sterk tragíkómísk einkenni höfundar síns þótt viðfangsefnin séu ólík. Nú á tímum kreppu og spillingar dustum við rykið af mafíu- og glæpamyndunum Once Upon a Time in America, eftir ítalska spaghettivestraleikstjórann Sergio Leone, auk myndar Brian De Palma, The Untouchables, sem aftur tengist allt annars konar mynd Sergei Eisenstein, Potemkin með tilvísun De Palma í hið fræga Odessa tröppuatriði Eisenstein í þeirri mynd. Umhverfi glæpamyndanna er kreppan mikla í Bandaríkjunum í kringum 1930. Sjaldan eða aldrei í kvikmyndasögunni hefur aðsókn í kvikmyndahús verið meiri en á þeim tíma og fróðlegt að velta því fyrir sér hvort heimskreppan nú muni hafa sömu áhrif þ.e. að almenningur flykkist í bíó. Kvikmyndasafnið hefur dregið fram fleiri þætti kvikmyndanna en bara leikstjóra og frægar kvikmyndastjörnur. Á nýliðnu afmælisári var kvikmyndatökumanninum og mikilvægi hans við gerð kvikmynda gerð skil. Í þessari dagskrá er það tónsmiðurinn sem við veitum athygli með nokkrum dæmum um myndir sem kvikmyndatónskáldið Ennio Morricone hefur samið tónlistina fyrir. Þetta eru ólíkar myndir sem eðli málsins samkvæmt þarfnast mismunandi tónlistar en þó eru höfundareinkenni tónskáldsins auðheyrð. Um er að ræða kvikmyndirnar Once Upon a Time in America, The Untouchables og Nuovo cinema Paradiso en hún er eins og The Purple Rose of Cairo, (Allen) óður til kvikmyndarinnar og áhrifamáttar hennar í lífi einstaklingsins. Kvikmyndir úr fórum Kvikmyndasafnsins hafa reynst vinsælt efni og hafa vakið áhuga á varðveislu gamals efnis, ekki síst þegar það tengist æskustöðvum eða heimabyggð gesta í safnabíóinu Bæjarbíói. Safninu hefur borist fjöldi mynda sem teknar eru á ýmsum stöðum á landinu og á ýmsum tímum, sem áhugavert er að skoða. Ekki er endilega um að ræða tilbúnar, talsettar myndir heldur í flestum tilfellum þögular, óklipptar myndir sem áhugamenn hafa tekið til heimanota eða til sýninga hjá félagasamtökum. Á vordagskránni verða tvær sýningar íslenskra mannlífsmynda úr fórum safnsins. Annars vegar myndir frá konungskomum til Íslands á árunum 1907 - 1930 en elsta kvikmyndin á þeirri sýningu er jafnframt með langelstu kvikmyndum safnsins, hins vegar Vestfjarðakvikmynd Guðlaugs Rósinkranz, fyrrum Þjóðleikhússtjóra. Sú mynd var gerð í kringum 1950 og sýnir kaupstaði, bæi og menningarstofnanir vestra. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
synskra2009.pdf | 1.281Mb |
Skoða/ |