Titill: | Störf á vegum ríkisins á VesturlandiStörf á vegum ríkisins á Vesturlandi |
Höfundur: | Vífill Karlsson 1965 |
URI: | http://hdl.handle.net/10802/2773 |
Útgefandi: | Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi |
Útgáfa: | 04.2013 |
Ritröð: | Hagvísir Vesturlands ; nr 1 2013 |
Efnisorð: | Vinnumarkaður; Vesturland |
ISSN: | 1670-5556 |
Tungumál: | Íslenska |
Tegund: | Skýrsla |
Útdráttur: | Störf á vegum ríkisins á Vesturlandi voru 824 árið 2005. Það ár voru 14.863 íbúar 1. desember. Árið 2013 voru störfin 796 en 15.381 íbúi 1. janúar. Á þessu má sjá að störfum hefur fækkað um 28 eða 3% á nærri 8 árum á sama tíma og íbúum hefur fjölgað um 3,5%. Árið 2005 voru þetta 55 störf á hverja þúsund íbúa en árið 2013 voru þau 52, þannig að ef tekið er tillit til íbúafjölda hefur störfum fækkað um 5,5%. Á hitt skal hins vegar bent að ákveðnar vísbendingar komu fram um að talningin árið 2005 sé ekki að nægjanlega sambærileg þeirri sem gerð var 2013 og því æskilegt að taka þennan samanburð með fyrirvara.
Árið 2013 voru störfin eru hins vegar 738 ef horft er eingöngu til þeirra starfa sem unnin eru af Vestlendingum eða 48 störf á hverja þúsuns íbúa. Á Akranesi voru 10% starfa á vegum ríkisins unnin af íbúum utan Vesturlands. Hjá sveitarfélögum á Vesturlandi er þetta hlutfall hæst á Akranesi Störfum á vegum ríkisins virðist hafa fækkað á tímabilinu 2005-2013 þó fjöldi nýrra starfa hafi komið til. Þar má nefna tvo framhaldsskóla, þjóðgarð á Snæfellsnesi, Umferðarstofu í Stykkishólmi, Fiskistofu í Stykkishólmi og Vör í Snæfellsbæ. Þarna komu til 53,25 ný störf. Árið 2004 voru 17.586 störf á vegum ríkisins á landinu öllu. Þá voru 69 störf á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Því hallaði töluvert á Vesturland í þessum samanburði. Í dag er ekki vitað hve mörg störf eru á vegum ríkisins og hvernig þau skiptast eftir landsvæðum. Hins vegar kemur fram í svari Byggðastofnunar til Gunnars Braga Sveinssonar þingmanns vegna fyrirspurnar á Alþingi að störfum á vegum ríkisins hafi fjölgað á höfuðborgarsvæðinu um 127,9 á tímabilinu frá 2007 til 2011. Það er tæplega 1% aukning sé miðað við fjöldann árið 2004. Á sama tíma fækkaði störfum á landsbyggðunum um 90,5. Á Norðurlandi vestra voru 520,47 störf á vegum ríkisins árið 2008 en hafði fækkað í 477,68 í lok árs 2012. Íbúar þar voru 7.482 í janúar árið 2008 en 7.299 í sama mánuði ársins 2012. Því hefur störfum fækkað úr 69,6 í 65,4 á hverja þúsund íbúa á þessum árum eða 6%. |
Skrá | Stærð | Skráartegund | Skoða |
---|---|---|---|
Skra_0061303.pdf | 768.1Kb |
Skoða/ |